Inflúensa A herjar á mannkynið ár hvert og einstaklingar sem smitast þola veiruna misvel. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að ástæðan kunni að hluta til að felast í því af hvaða stofni fyrsta inflúensan sem viðkomandi smitaðist af í æsku var.
Tveir stofnar algengastir
Tveir stofnar af inflúensu eru helst þekktir fyrir að valda inflúensufaröldrum í heiminum: H1N1 og H3N2. Þekkt er að H3N2 stofn veirunnar veldur hærra hlutfalli af tilfellum í eldri einstaklingum sem smitast á meðan H1N1 herjar í meira mæli á börn og yngri einstaklinga. H3N2 veldur að auki almennt fleiri dauðsföllum en H1N1. Á hverju ári verða stökkbreytingar þess valdandi að veiran breytist að hluta og er það meðal annars ástæða þess að þróa þarf nýja bólusetningu gegn inflúensu ár hvert.
Á árunum 1918–1957 var H1N1 stofn inflúensuveirunnar sá eini sem smitaði mannfólk. Einstaklingar fæddir á þessu tímabili smituðust því eingöngu af þessum stofni veirunnar. …
Athugasemdir