Ekki upplýst um „risapakkann“ á formannafundi

„Það væri auð­vit­að ósk­andi að rík­is­stjórn­in hefði betra sam­ráð, upp­lýsti okk­ur áð­ur en far­ið er með það í fjöl­miðla hvað þau hyggj­ast gera,“ seg­ir Hall­dóra Mo­gensen, þing­kona Pírata í sam­tali við Stund­ina.

Ekki upplýst um „risapakkann“ á formannafundi

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi fengu engar upplýsingar um „risapakka“ ríkisstjórnarinnar sem boðaður hefur verið í fjölmiðlum þegar formenn allra flokka funduðu um stöðu mála vegna Cocid-19 og framhald þingstarfa í dag.

Kjarninn og Mannlíf greindu frá því nú um eftirmiðdaginn að íslensk stjórnvöld ynnu að „risapakka til að bjarga íslensku atvinnulífi“ sem kynntur yrði síðar í vikunni. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar kom þetta fulltrúum stjórnarandstöðuflokka á óvart, enda hafði ekki verið sagt frá því á fundinum að von væri á stórtækum aðgerðum á næstu dögum.

Hefur ríkisstjórnin sætt nokkurri gagnrýni undanfarna sólarhringa fyrir að hafa enn sem komið er gengið miklu skemur en nágrannaríki á borð við Noreg og Danmörku í glímunni við efnahagslegar afleiðingar Covid-19 faraldursins:

„Það væri auðvitað óskandi að ríkisstjórnin hefði betra samráð við okkur í stjórnarandstöðunni,“ segir Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, í samtali við Stundina. „Upplýsti okkur áður en farið er með það í fjölmiðla hvað þau hyggjast gera. Ég hefði haldið að það væri lykillinn að góðu samstarfi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár