Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ekki upplýst um „risapakkann“ á formannafundi

„Það væri auð­vit­að ósk­andi að rík­is­stjórn­in hefði betra sam­ráð, upp­lýsti okk­ur áð­ur en far­ið er með það í fjöl­miðla hvað þau hyggj­ast gera,“ seg­ir Hall­dóra Mo­gensen, þing­kona Pírata í sam­tali við Stund­ina.

Ekki upplýst um „risapakkann“ á formannafundi

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi fengu engar upplýsingar um „risapakka“ ríkisstjórnarinnar sem boðaður hefur verið í fjölmiðlum þegar formenn allra flokka funduðu um stöðu mála vegna Cocid-19 og framhald þingstarfa í dag.

Kjarninn og Mannlíf greindu frá því nú um eftirmiðdaginn að íslensk stjórnvöld ynnu að „risapakka til að bjarga íslensku atvinnulífi“ sem kynntur yrði síðar í vikunni. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar kom þetta fulltrúum stjórnarandstöðuflokka á óvart, enda hafði ekki verið sagt frá því á fundinum að von væri á stórtækum aðgerðum á næstu dögum.

Hefur ríkisstjórnin sætt nokkurri gagnrýni undanfarna sólarhringa fyrir að hafa enn sem komið er gengið miklu skemur en nágrannaríki á borð við Noreg og Danmörku í glímunni við efnahagslegar afleiðingar Covid-19 faraldursins:

„Það væri auðvitað óskandi að ríkisstjórnin hefði betra samráð við okkur í stjórnarandstöðunni,“ segir Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, í samtali við Stundina. „Upplýsti okkur áður en farið er með það í fjölmiðla hvað þau hyggjast gera. Ég hefði haldið að það væri lykillinn að góðu samstarfi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár