Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Útfararstjóri hvetur til að allar útfarir fari fram í kyrrþey

Rún­ar Geir­munds­son, formað­ur Fé­lags ís­lenskra út­far­ar­stjóra, tel­ur að best sé að út­för­um sé flýtt sem kost­ur sé, að þær fari fram í kyrr­þey en kveðju­at­hafn­ir fari fram þeg­ar Covid-19 far­ald­ur­inn verði geng­inn yf­ir.

Útfararstjóri hvetur til að allar útfarir fari fram í kyrrþey
Mælist til að útförum sé flýtt Rúnar segir að aðstandendur hafi áhyggjur af því að smit komi upp í útförum.

Jarðarförum hefur verið frestað vegna þess að aðstandendur hinna látnu hafa verið fastir í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins. Aðstandendur sem hafa rætt við útfararstjóra lýsa áhyggjum af því að í jarðarförum sé hætta á smiti. Verði sett á samkomubann mun það valda vandræðum og hætta er á að líkhús fyllist ef ekki verður brugðist við. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri hvetur til þess að útfarir fari allar fram svo fljótt sem verða má, í kyrrþey, til að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist. Minningar- og kveðjuathafnir verði haldnar síðar.

Rúnar segir að til vandræða horfi, ef sett verður á samkomubann og fólk vilji draga að halda jarðarfarir.  Ekki sé pláss í líkhúsum bæjarins til að geyma þar lík í langan tíma. „Við höfum af þessu nokkrar áhyggjur. Það sem við höfum gert er að flýta athöfnum, að þær fari fram í kyrrþey og bálför fari fram eftir mjög stutta athöfn við kistulagningu. Útförinni sjálfri, á duftkerinu, er þá frestað og mun fara fram síðar. Fólk er bara farið að hafa áhyggjur af því að stefna saman fullt af fólki í útfarir og erfidrykkjur. Þetta hefur verið gert í nokkru mæli og við höfum reynt að ýta frekar undir þetta en hitt, við útfararstjórarnir. Aðstandendur hafa tekið þessum hugmyndum okkar vel því flestir sem við höfum veitt þjónustu hafa talað við okkur útfararstjórana um áhyggjur sínar af því að hugsanlega muni smit eiga sér stað við útförina. Að einhver sem er sýktur muni þá kannski smita allt fullorðna fólkið sem svo oft er stór hluti þeirra sem koma að jarðarförum.“

Má ekki mikið útaf bera

En ekki allir vilja að ættingjar þeirra séu brenndir og sömuleiðis eru ekki allir tilbúnir til að halda útfarir í kyrrþey.  Rúnar segir að ekki séu nein tök á því að geyma lík um langa hríð verði sett á samkomubann. „Ef af því verður þá erum við í verulegum vandræðum því það er ekki pláss, hvorki í líkhúsum bæjarins né annars staðar. Það er bara ekki hægt. Það var mjög mikið um andlát í janúarmánuði, þegar vond veður geisuðu, og þá urðum við að hætta við greftranir. Það var bara ekki hægt að taka grafir sökum veðurs. Þá lentum við í vandræðum strax. Það þarf ekki mikið út af að bera til að við lendum í vandræðum með þetta.“

„Það hefur verið rætt að koma upp kæligámi við Fossvogskapellu“

Rúnar segir að rætt hafi verið að koma upp kæligámum til að hægt sé að geyma lík lengur. „Það hefur verið rætt að koma upp kæligámi við Fossvogskapellu ef að af einhverjum ástæðum verður ekki hægt að koma bálförum við strax, svo að líkhús fyllist ekki af óbrenndum kistum.“

Aðeins ein líkbrennsla er starfrækt á Íslandi. Hún er í Fossvogi og í henni eru tveir brennsluofnar sem komnir eru til ára sinna en brennslan er síðan 1948. Um sextíu prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir og eru allt að eitt þúsund bálfarir á ári. Rúnar segir að ofnarnir anni ekki miklu meiru en svo, en ef að þörf krefji sé hægt að bregðast við. „Það væri hægt að fá færanlega bálstofu, í gám. Herir hafa notað slíkar bálstofur þar sem þörf hefur krafist. Við erum ekki að velta þessu fyrir okkur vegna dauðsfalla af völdum veirunnar, heldur ef bálförum fer fjölgandi almennt.

Hafa áhyggjur af öðrum en sjálfum sér

Rúnar segir að útfararstjórar hafi ekki áhyggjur af því að þeir eða starfsmenn þeirra muni veikjast eða að þeir geti ekki sinnt sínum störfum. „Það sem við höfum áhyggjur af eru allir aðrir starfsmenn. Starfsmenn heilbrigðisþjónustu og starfsmenn kirkna, prestar, kórfólk og svo framvegis. Ef mikill fjöldi þeirra mun veikjast þá getum við tæplega haldið jarðarfarir.“

Rúnar segir að hann mælist til þess almennt við þessar aðstæður sem nú eru uppi að útförum verði flýtt sem kostur er, þær fari fram í kyrrþey en síðar, þegar betur árar, fari fram kveðjuathafnir og minningarstundir um þá látnu. „Ég held að það væri það gáfulegasta í stöðunni.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár