Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útfararstjóri hvetur til að allar útfarir fari fram í kyrrþey

Rún­ar Geir­munds­son, formað­ur Fé­lags ís­lenskra út­far­ar­stjóra, tel­ur að best sé að út­för­um sé flýtt sem kost­ur sé, að þær fari fram í kyrr­þey en kveðju­at­hafn­ir fari fram þeg­ar Covid-19 far­ald­ur­inn verði geng­inn yf­ir.

Útfararstjóri hvetur til að allar útfarir fari fram í kyrrþey
Mælist til að útförum sé flýtt Rúnar segir að aðstandendur hafi áhyggjur af því að smit komi upp í útförum.

Jarðarförum hefur verið frestað vegna þess að aðstandendur hinna látnu hafa verið fastir í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins. Aðstandendur sem hafa rætt við útfararstjóra lýsa áhyggjum af því að í jarðarförum sé hætta á smiti. Verði sett á samkomubann mun það valda vandræðum og hætta er á að líkhús fyllist ef ekki verður brugðist við. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri hvetur til þess að útfarir fari allar fram svo fljótt sem verða má, í kyrrþey, til að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist. Minningar- og kveðjuathafnir verði haldnar síðar.

Rúnar segir að til vandræða horfi, ef sett verður á samkomubann og fólk vilji draga að halda jarðarfarir.  Ekki sé pláss í líkhúsum bæjarins til að geyma þar lík í langan tíma. „Við höfum af þessu nokkrar áhyggjur. Það sem við höfum gert er að flýta athöfnum, að þær fari fram í kyrrþey og bálför fari fram eftir mjög stutta athöfn við kistulagningu. Útförinni sjálfri, á duftkerinu, er þá frestað og mun fara fram síðar. Fólk er bara farið að hafa áhyggjur af því að stefna saman fullt af fólki í útfarir og erfidrykkjur. Þetta hefur verið gert í nokkru mæli og við höfum reynt að ýta frekar undir þetta en hitt, við útfararstjórarnir. Aðstandendur hafa tekið þessum hugmyndum okkar vel því flestir sem við höfum veitt þjónustu hafa talað við okkur útfararstjórana um áhyggjur sínar af því að hugsanlega muni smit eiga sér stað við útförina. Að einhver sem er sýktur muni þá kannski smita allt fullorðna fólkið sem svo oft er stór hluti þeirra sem koma að jarðarförum.“

Má ekki mikið útaf bera

En ekki allir vilja að ættingjar þeirra séu brenndir og sömuleiðis eru ekki allir tilbúnir til að halda útfarir í kyrrþey.  Rúnar segir að ekki séu nein tök á því að geyma lík um langa hríð verði sett á samkomubann. „Ef af því verður þá erum við í verulegum vandræðum því það er ekki pláss, hvorki í líkhúsum bæjarins né annars staðar. Það er bara ekki hægt. Það var mjög mikið um andlát í janúarmánuði, þegar vond veður geisuðu, og þá urðum við að hætta við greftranir. Það var bara ekki hægt að taka grafir sökum veðurs. Þá lentum við í vandræðum strax. Það þarf ekki mikið út af að bera til að við lendum í vandræðum með þetta.“

„Það hefur verið rætt að koma upp kæligámi við Fossvogskapellu“

Rúnar segir að rætt hafi verið að koma upp kæligámum til að hægt sé að geyma lík lengur. „Það hefur verið rætt að koma upp kæligámi við Fossvogskapellu ef að af einhverjum ástæðum verður ekki hægt að koma bálförum við strax, svo að líkhús fyllist ekki af óbrenndum kistum.“

Aðeins ein líkbrennsla er starfrækt á Íslandi. Hún er í Fossvogi og í henni eru tveir brennsluofnar sem komnir eru til ára sinna en brennslan er síðan 1948. Um sextíu prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir og eru allt að eitt þúsund bálfarir á ári. Rúnar segir að ofnarnir anni ekki miklu meiru en svo, en ef að þörf krefji sé hægt að bregðast við. „Það væri hægt að fá færanlega bálstofu, í gám. Herir hafa notað slíkar bálstofur þar sem þörf hefur krafist. Við erum ekki að velta þessu fyrir okkur vegna dauðsfalla af völdum veirunnar, heldur ef bálförum fer fjölgandi almennt.

Hafa áhyggjur af öðrum en sjálfum sér

Rúnar segir að útfararstjórar hafi ekki áhyggjur af því að þeir eða starfsmenn þeirra muni veikjast eða að þeir geti ekki sinnt sínum störfum. „Það sem við höfum áhyggjur af eru allir aðrir starfsmenn. Starfsmenn heilbrigðisþjónustu og starfsmenn kirkna, prestar, kórfólk og svo framvegis. Ef mikill fjöldi þeirra mun veikjast þá getum við tæplega haldið jarðarfarir.“

Rúnar segir að hann mælist til þess almennt við þessar aðstæður sem nú eru uppi að útförum verði flýtt sem kostur er, þær fari fram í kyrrþey en síðar, þegar betur árar, fari fram kveðjuathafnir og minningarstundir um þá látnu. „Ég held að það væri það gáfulegasta í stöðunni.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár