Innan skamms, eða nánar sagt 15. mars, fara fram bæjarstjórnarkosningar í Frakklandi, og það minnsta sem hægt er að segja er að ekki blæs byrlega fyrir Macron. Nú blasir við að flokkur hans hefur afskaplega litla fótfestu í landinu, og er það fyrsti veikleiki forsetans. Þessi flokkur var stofnaður ári fyrir forsetakosningarnar 2017, og þegar að því kom að velja frambjóðendur í þingkosningunum sem fram fóru sama ár, var að því gengið eins og þegar menn eru ráðnir í störf hjá stórfyrirtækjum (enda í samræmi við stefnu flokksins): menn þurftu að senda inn greinargerð um aldur, menntun og fyrri störf, og svo voru þeir teknir í viðtöl. Macronssinnar fengu meirihluta á þingi, enda varla við öðru að búast eftir að forsprakkinn var kominn í Elysée-höll, en þetta voru nýgræðingar upp til hópa, án virkrar reynslu af stjórnmálum.
Í þessum bæjarstjórnarkosningum vonaðist Macron til að geta endurtekið sigurinn frá 2017, og …
Athugasemdir