Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir grísk stjórnvöld hafa stöðvað Ísland: Systkinin ekki flutt úr landi

Grikk­ir geta ekki tek­ið á móti meira flótta­fólki, segja þar­lend stjórn­völd, og hafa þannig sett ís­lensk­um yf­ir­völd­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar. Þetta seg­ir Sema Erla Ser­d­ar hjá Solar­is. Ekk­ert verð­ur úr brott­vís­un­um fimm barna­fjöl­skyldna að svo komnu.

Segir grísk stjórnvöld hafa stöðvað Ísland: Systkinin ekki flutt úr landi
Systkinin Búið er að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma. Mynd: Úr einkasafni

„Það er búið að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma! Sú skýring sem gefin er á því er að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar!“ Þetta sagði Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, á Facebook fyrir stundu.

Útlendingastofnun fyrirhugaði að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum úr landi og til Grikklands í vikunni. Aðstæður flóttafólks í Grikklandi hafa lengi verið bágbornar og fjöldi alþjóðstofnana og samtaka á borð við UNICEF og Rauða krossinn ítrekað fordæmt brottvísanir á börnum þangað. „Það er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta brottvísanir á börnum til Grikklands,“ sagði Rauði krossinn á Íslandi í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér þann 4. mars síðastliðinn til þess að mótmæla umræddum brottvísunum.

Sema Erla Serdar

Sema Erla bendir á að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár