„Það er búið að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma! Sú skýring sem gefin er á því er að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar!“ Þetta sagði Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, á Facebook fyrir stundu.
Útlendingastofnun fyrirhugaði að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum úr landi og til Grikklands í vikunni. Aðstæður flóttafólks í Grikklandi hafa lengi verið bágbornar og fjöldi alþjóðstofnana og samtaka á borð við UNICEF og Rauða krossinn ítrekað fordæmt brottvísanir á börnum þangað. „Það er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta brottvísanir á börnum til Grikklands,“ sagði Rauði krossinn á Íslandi í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér þann 4. mars síðastliðinn til þess að mótmæla umræddum brottvísunum.
Sema Erla bendir á að …
Athugasemdir