Fjölmiðlar hafa skiljanlega sýnt kórónaveirunni mikla athygli, endar fangar fréttin hug almennings og fjallar um óræða og ósýnilega hættu. Banvænir sjúkdómar hafa fylgt mannkyninu frá upphafi en urðu þó margfalt fleiri og skæðari eftir að við fórum að stunda akuryrkju, halda til á sama stað árið um kring og búa í mikilli návist við dýrin sem við gerðum að búfénaði okkar. Fyrir vikið höfum við þróað með okkur innbyggðan ótta við smitsjúkdóma sem urðu banamein svo margra forfeðra okkar.
Það er engin tilviljun að þegar nýr faraldur gerir vart við sig kemur hann yfirleitt beint frá sláturdýrum á borð við svín og hænur (svínaflensa, fuglaflensa, og svo framvegis). Veiran stökkbreytist við að stökkva á milli dýrategunda og getur orðið skæðari á óútreiknanlegan hátt.
Hættan verður alltaf til staðar á meðan mannkynið stundar búskap í núverandi mynd og verksmiðjubúskapur hefur í sumum tilfellum gert illt verra og stuðlað að hraðari útbreiðslu …
Athugasemdir