Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kvenleikinn tvíeggja sverð í bandarískum stjórnmálum

Lín­urn­ar eru að skýr­ast í for­vali Demó­krata­flokks­ins fyr­ir kom­andi for­seta­kosn­ing­ar og ljóst er að enn og aft­ur er það hvít­ur karl­mað­ur í eldri kant­in­um sem verð­ur fyr­ir val­inu. Þrátt fyr­ir að nokkr­ar fram­bæri­leg­ar kon­ur hafi gef­ið kost á sér virt­ust þær aldrei eiga mögu­leika og fengu tak­mark­aða at­hygli fjöl­miðla. Deilt er um hvaða áhrif ósig­ur Hillary Cl­int­on gegn Don­ald Trump hafi haft á stöðu kvenna í flokkn­um.

Kvenleikinn tvíeggja sverð í bandarískum stjórnmálum
Tulsi Gabbard, Elizabeth Warren og Amy Klobuchar

Valið um forsetaefni Demókrataflokksins virðist nú fyrst og fremst standa á milli Joe Biden og Bernie Sanders, sérstaklega eftir að Michael Bloomberg heltist úr lestinni. Þegar þetta er skrifað eru auk þeirra enn í framboði tvær konur; Elizabeth Warren og Tulsi Gabbard. Þriðja konan, Amy Klobuchar, dró framboð sitt til baka á dögunum eftir slakt gengi.

Klobuchar hefur sérstaklega talað um að gerðar séu mun meiri kröfur til kvenna en karla í stjórnmálum, þeir komist upp með reynsluleysi og ögrandi hegðun sem yrði aldrei liðin frá konum. Skoðanakannanir og samanburðarrannsóknir benda til þess að hún hafi nokkuð til síns máls. Kjósendur séu ólíklegri til að fyrirgefa kvenkyns frambjóðendum mistök og gagnrýni þær frekar fyrir þætti á borð við reynsluleysi.

Meðal þeirra sem hafa rannsakað þetta er Nichole Bauer, prófessor í stjórnmálafræði við Louisiana State University, LSU. Hún birti niðurstöður sínar í fyrra og segir áhrifin skýr. „Meira að segja í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár