Valið um forsetaefni Demókrataflokksins virðist nú fyrst og fremst standa á milli Joe Biden og Bernie Sanders, sérstaklega eftir að Michael Bloomberg heltist úr lestinni. Þegar þetta er skrifað eru auk þeirra enn í framboði tvær konur; Elizabeth Warren og Tulsi Gabbard. Þriðja konan, Amy Klobuchar, dró framboð sitt til baka á dögunum eftir slakt gengi.
Klobuchar hefur sérstaklega talað um að gerðar séu mun meiri kröfur til kvenna en karla í stjórnmálum, þeir komist upp með reynsluleysi og ögrandi hegðun sem yrði aldrei liðin frá konum. Skoðanakannanir og samanburðarrannsóknir benda til þess að hún hafi nokkuð til síns máls. Kjósendur séu ólíklegri til að fyrirgefa kvenkyns frambjóðendum mistök og gagnrýni þær frekar fyrir þætti á borð við reynsluleysi.
Meðal þeirra sem hafa rannsakað þetta er Nichole Bauer, prófessor í stjórnmálafræði við Louisiana State University, LSU. Hún birti niðurstöður sínar í fyrra og segir áhrifin skýr. „Meira að segja í …
Athugasemdir