Dóttir mín hafði aldrei séð snjó áður en við fluttum til Íslands. Hún varð svo glöð þegar hún sá hann falla í fyrsta sinn. Við elskum að velta okkur um í snjónum og búa eitthvað til úr honum. Nú vorum við að búa til snjóhjörtu fyrir kærastann minn.
Ég hitti hann þegar hann var á ferðalagi í Mexíkó. Ég kom að heimsækja hann í desember 2018 og kolféll fyrir Íslandi. Við Ísabella fluttum svo hingað til hans fyrir sjö mánuðum. Þegar ég var að ákveða hvort ég ætti að slá til hvatti mamma mín mig áfram. „Ef ég gat þetta, þá getur þú þetta líka,“ sagði hún. Mamma er gift Bandaríkjamanni.
Þegar við bjuggum í Mexíkó fórum við mæðgurnar á ströndina á hverjum einasta degi og byggðum alls konar hluti úr sandinum. Nú notum við snjóinn. Við elskum að leika okkur saman. Mamma mín segir alltaf þegar hún horfir á …
Athugasemdir