Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins slær í gegn á Berlinale

Stór­leik­kon­an Tilda Sw­int­on tal­ar inn á nýja mynd Jó­hanns Jó­hanns­son­ar sem köll­uð hef­ur ver­ið ein frum­leg­asta kvik­mynd á sviði vís­inda­skáld­skap­ar.

Kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins slær í gegn á Berlinale
Jóhann Jóhannsson Tónskáldið lést í febrúar árið 2018. Mynd: Shutterstock

Tveimur árum eftir skyndilegt fráfall Jóhanns Jóhannssonar tónskálds hefur nýtt verk eftir hann litið dagsins ljós, í þetta sinn á hvíta tjaldinu. Myndin Last and First Men var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni í febrúar og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Ekki hefur enn verið tilkynnt um sýningar á henni á Íslandi.

Tilda SwintonBreska leikkonan flytur textann í mynd Jóhanns.

Myndin byggir á 90 ára gamalli vísindaskáldsögu að sama nafni eftir breska höfundinn Olaf Stapledon. Er hún sögð á mörkum skáldskapar og heimildarmyndagerðar. Jóhann leikstýrði, skrifaði handritið og samdi tónlistina við verkið, sem var frumflutt í Manchester árið 2017 með undirleik BBC hljómsveitarinnar. Sturla Brandth Grovlen sá um kvikmyndatökuna, svarthvíta á 16 mm filmu, og er viðfangsefnið að mestu styttur reistar í löndum fyrrum Júgóslavíu. Hann hefur áður tekið upp íslensku myndirnar Hjartastein og Hrúta.

Stórleikkonan Tilda Swinton flytur textann í myndinni, sem er að einhverju …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár