Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins slær í gegn á Berlinale

Stór­leik­kon­an Tilda Sw­int­on tal­ar inn á nýja mynd Jó­hanns Jó­hanns­son­ar sem köll­uð hef­ur ver­ið ein frum­leg­asta kvik­mynd á sviði vís­inda­skáld­skap­ar.

Kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins slær í gegn á Berlinale
Jóhann Jóhannsson Tónskáldið lést í febrúar árið 2018. Mynd: Shutterstock

Tveimur árum eftir skyndilegt fráfall Jóhanns Jóhannssonar tónskálds hefur nýtt verk eftir hann litið dagsins ljós, í þetta sinn á hvíta tjaldinu. Myndin Last and First Men var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni í febrúar og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Ekki hefur enn verið tilkynnt um sýningar á henni á Íslandi.

Tilda SwintonBreska leikkonan flytur textann í mynd Jóhanns.

Myndin byggir á 90 ára gamalli vísindaskáldsögu að sama nafni eftir breska höfundinn Olaf Stapledon. Er hún sögð á mörkum skáldskapar og heimildarmyndagerðar. Jóhann leikstýrði, skrifaði handritið og samdi tónlistina við verkið, sem var frumflutt í Manchester árið 2017 með undirleik BBC hljómsveitarinnar. Sturla Brandth Grovlen sá um kvikmyndatökuna, svarthvíta á 16 mm filmu, og er viðfangsefnið að mestu styttur reistar í löndum fyrrum Júgóslavíu. Hann hefur áður tekið upp íslensku myndirnar Hjartastein og Hrúta.

Stórleikkonan Tilda Swinton flytur textann í myndinni, sem er að einhverju …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár