Tveimur árum eftir skyndilegt fráfall Jóhanns Jóhannssonar tónskálds hefur nýtt verk eftir hann litið dagsins ljós, í þetta sinn á hvíta tjaldinu. Myndin Last and First Men var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni í febrúar og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Ekki hefur enn verið tilkynnt um sýningar á henni á Íslandi.
Myndin byggir á 90 ára gamalli vísindaskáldsögu að sama nafni eftir breska höfundinn Olaf Stapledon. Er hún sögð á mörkum skáldskapar og heimildarmyndagerðar. Jóhann leikstýrði, skrifaði handritið og samdi tónlistina við verkið, sem var frumflutt í Manchester árið 2017 með undirleik BBC hljómsveitarinnar. Sturla Brandth Grovlen sá um kvikmyndatökuna, svarthvíta á 16 mm filmu, og er viðfangsefnið að mestu styttur reistar í löndum fyrrum Júgóslavíu. Hann hefur áður tekið upp íslensku myndirnar Hjartastein og Hrúta.
Stórleikkonan Tilda Swinton flytur textann í myndinni, sem er að einhverju …
Athugasemdir