Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vigdís gagnrýnir styrk til Báru vegna „Klausturgate“

Vig­dís Hauks­dótt­ir seg­ir Reykja­vík­ur­borg hafa styrkt mál­þing Báru Hall­dórs­dótt­ur til að koma höggi á póli­tíska and­stæð­inga meiri­hlut­ans, flokks­systkin sín í Mið­flokkn­um.

Vigdís gagnrýnir styrk til Báru vegna „Klausturgate“
Vigdís Hauksdóttir og Bára Halldórsdóttir Vigdís gagnrýndi styrkveitingu til „Klausturgate“.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir 226.000 króna styrk Reykjavíkurborgar til Báru Halldórsdóttur, uppljóstrara í Klaustursmálinu svokallaða, vegna málþingsins „Klausturgate – ári síðar“, vera hápólitíska og herfilega misnotkun á almannafé.

Í nóvember 2018 upplýsti Bára um samtal sex þingmanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, sem öll eru nú í Miðflokknum. Fóru þingmennirnir grófum orðum um konur, samkynhneigða og fatlaða og ræddu hrossakaup í tengslum við veitingu á stöðu sendiherra.

Á fundi borgarráðs í gær voru samþykktir styrkir frá Reykjavíkurborg til fjölda málefna, verkefna og viðburða. Vigdís sagði á fundinum að styrkveitingar Reykjavíkurborgar væru mjög ógagnsæjar. Nefndi hún sérstaklega styrk til Báru í nóvember 2019 vegna málþingsins „Klausturgate  ári síðar“, þar sem framganga flokkssystkina hennar í Miðflokknum var til umfjöllunar. „Var þar um gríðarlega pólitíska ákvörðun að ræða á kostnað skattgreiðenda sem er ráðinu algjörlega til skammar,“ sagði hún í bókun á fundinum. „Þetta dæmi sannar að styrktarfé er notað í þeim tilgangi að ná höggi á pólitíska andstæðinga.“

„Hér er auglýst eftir aðila sem vill sækja um styrk til að halda ráðstefnu um káfkarlana á vinstri væng stjórnmálanna“

Sagði hún úthlutunina herfilega misnotkun á almannafé. „Hér er upplýst að 226.000 kr. af útsvarsgreiðslum Reykvíkinga fóru í hápólitískan styrk. Er það hlutverk Reykjavíkur að fara svona með opinbert fé á meðan ekki er hægt að sinna grunnþjónustu á ýmsum sviðum borgarinnar. Hér er auglýst eftir aðila sem vill sækja um styrk til að halda ráðstefnu um káfkarlana á vinstri væng stjórnmálanna og verður spennandi að sjá hvort verkefnið fái sama greiða aðganginn að útsvarstekjum borgarinnar í gegnum skyndistyrki mannréttindaráðs.“

„Það að kjörnir fulltrúar [...] vegi ómaklega að minnihlutahópum í samfélaginu með smekklausum athugasemdum hlýtur að teljast alvarlegur atburður“

Meirihlutinn í borgarráði benti á að nú væri að störfum starfshópur um aukið gagnsæi styrkjaúthlutana Reykjavíkurborgar. „Skyndistyrkir hafa verið veittir á vegum mannréttindaráðs og nú mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs til þess að styðja við frumkvæði grasrótarsamtaka sem vinna að málaflokki fagráðsins, sér í lagi til að koma til móts við viljann til að skipuleggja viðburði sem koma upp vegna atburða og aðstæðna í samfélaginu sem erfitt er að sjá fyrir,“ segir í bókun meirihlutans. „Dæmi um slíka atburði eru myllumerkisbyltingarnar #MeToo, #FreeTheNipple og nú #Klausturgate. Það að kjörnir fulltrúar á Alþingi Íslendinga sem fara með löggjafarvald vegi ómaklega að minnihlutahópum í samfélaginu með smekklausum athugasemdum hlýtur að teljast alvarlegur atburður sem hefur sig yfir almenna flokkspólitík sem almenningur og fulltrúar þvert á flokka geti sameinast um að standa gegn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár