Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Um 60 pró­sent lands­manna styðja launakröf­ur stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar sam­kvæmt könn­un Maskínu. Yf­ir helm­ing­ur að­spurðra styð­ur verk­falls­að­gerð­ir fé­lags­ins.

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings
Styðja aðgerðir Samkvæmt könnun Maskínu er verulegur stuðningur við aðgerðir og kröfur Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kröfur Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg njóta víðtæks stuðnings sé miðað við skoðanakönnun Maskínu. Tæplega 60 prósent aðspurðra lýstu yfir fullum eða miklum stuðningi við stéttarfélagið. Þá njóta verkfallsaðgerðir Eflingar einnig stuðnings yfir helmings aðspurðra.

Efling fékk rannsóknafyrirtækið Maskínu til að kanna stuðning við aðgerðir félagsins í borginni og fór könnunin fram dagana 14. til 21. febrúar. Svarendur voru 871, af öllu landinu. Ótímabundið verkfall Eflingar hófst 17. febrúar en áður höfðu tímabundin verkföll verið vikurnar á undan.

Spurt var um stuðning við Eflingu í launadeilu stéttarfélagsins við Reykjavíkurborg og kom í ljós að 59 prósent þeirra sem svöruðu sögðust styðja kröfurnar að öllu eða miklu leyti. Fimmtungur svarenda sagðist vera styðja kröfurnar í meðallagi en 21 prósent studdi kröfur Eflingar að litlu eða engu leyti.

Þá var einnig spurt um stuðning við verkfallsaðgerðir Eflingar og svöruðu 56 prósent svarenda því til að þeir væru þeim mjög eða fremur hlynntir. 19 prósent sögðust vera í meðallagi hlynntir verkfallsaðgerðunum en fjórðungur svarenda var fremur eða mjög andvígur verkfallsaðgerðunum.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár