Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Um 60 pró­sent lands­manna styðja launakröf­ur stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar sam­kvæmt könn­un Maskínu. Yf­ir helm­ing­ur að­spurðra styð­ur verk­falls­að­gerð­ir fé­lags­ins.

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings
Styðja aðgerðir Samkvæmt könnun Maskínu er verulegur stuðningur við aðgerðir og kröfur Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kröfur Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg njóta víðtæks stuðnings sé miðað við skoðanakönnun Maskínu. Tæplega 60 prósent aðspurðra lýstu yfir fullum eða miklum stuðningi við stéttarfélagið. Þá njóta verkfallsaðgerðir Eflingar einnig stuðnings yfir helmings aðspurðra.

Efling fékk rannsóknafyrirtækið Maskínu til að kanna stuðning við aðgerðir félagsins í borginni og fór könnunin fram dagana 14. til 21. febrúar. Svarendur voru 871, af öllu landinu. Ótímabundið verkfall Eflingar hófst 17. febrúar en áður höfðu tímabundin verkföll verið vikurnar á undan.

Spurt var um stuðning við Eflingu í launadeilu stéttarfélagsins við Reykjavíkurborg og kom í ljós að 59 prósent þeirra sem svöruðu sögðust styðja kröfurnar að öllu eða miklu leyti. Fimmtungur svarenda sagðist vera styðja kröfurnar í meðallagi en 21 prósent studdi kröfur Eflingar að litlu eða engu leyti.

Þá var einnig spurt um stuðning við verkfallsaðgerðir Eflingar og svöruðu 56 prósent svarenda því til að þeir væru þeim mjög eða fremur hlynntir. 19 prósent sögðust vera í meðallagi hlynntir verkfallsaðgerðunum en fjórðungur svarenda var fremur eða mjög andvígur verkfallsaðgerðunum.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár