Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Um 60 pró­sent lands­manna styðja launakröf­ur stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar sam­kvæmt könn­un Maskínu. Yf­ir helm­ing­ur að­spurðra styð­ur verk­falls­að­gerð­ir fé­lags­ins.

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings
Styðja aðgerðir Samkvæmt könnun Maskínu er verulegur stuðningur við aðgerðir og kröfur Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kröfur Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg njóta víðtæks stuðnings sé miðað við skoðanakönnun Maskínu. Tæplega 60 prósent aðspurðra lýstu yfir fullum eða miklum stuðningi við stéttarfélagið. Þá njóta verkfallsaðgerðir Eflingar einnig stuðnings yfir helmings aðspurðra.

Efling fékk rannsóknafyrirtækið Maskínu til að kanna stuðning við aðgerðir félagsins í borginni og fór könnunin fram dagana 14. til 21. febrúar. Svarendur voru 871, af öllu landinu. Ótímabundið verkfall Eflingar hófst 17. febrúar en áður höfðu tímabundin verkföll verið vikurnar á undan.

Spurt var um stuðning við Eflingu í launadeilu stéttarfélagsins við Reykjavíkurborg og kom í ljós að 59 prósent þeirra sem svöruðu sögðust styðja kröfurnar að öllu eða miklu leyti. Fimmtungur svarenda sagðist vera styðja kröfurnar í meðallagi en 21 prósent studdi kröfur Eflingar að litlu eða engu leyti.

Þá var einnig spurt um stuðning við verkfallsaðgerðir Eflingar og svöruðu 56 prósent svarenda því til að þeir væru þeim mjög eða fremur hlynntir. 19 prósent sögðust vera í meðallagi hlynntir verkfallsaðgerðunum en fjórðungur svarenda var fremur eða mjög andvígur verkfallsaðgerðunum.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár