Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Öfga hægri­mað­ur­inn sem skaut tíu til bana á mið­viku­dag sendi frá sér 24 blað­síðna stefnu­yf­ir­lýs­ingu þar sem hann sagði til­tekna þjóð­fé­lags­hópa hættu­lega Þýskalandi. Hann taldi land­inu stýrt af leyni­legu djúpríki og var yf­ir­lýst­ur stuðn­ings­mað­ur banda­ríkja­for­seta. Þjóð­verj­ar ótt­ast frek­ari árás­ir á inn­flytj­end­ur og efla lög­gæslu við við­kvæma staði.

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þjóðverjar óttast frekari hryðjuverkaárásir hægri öfgamanna og nýnasista í kjölfar mannskæðra árása í borginni Hanau á miðvikudagskvöld. Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, hefur heitið því að auka sýnilega löggæslu við viðkvæmar stofnanir í landinu. Þá verður fylgst sérstaklega með moskum og synagógum, samkomuhúsum múslima og gyðinga, sem eru talin ein helstu skotmörk hægri öfgamanna. Níu manns voru skotin til bana og enn fleiri særð í tveimur skotárásum á vatnspípustaði í Hanau á miðvikudagskvöld. Öll fórnarlömbin voru innflytjendur eða af innflytjendaættum þó sum hver hafi verið með þýskan ríkisborgararétt. Hinn 43. ára gamli Tobias R. liggur undir grun, en hann fannst látinn á heimili sínu nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Talið er að hann hafi myrt aldraða móður sína á ður en hann tók eigið líf, en lík hennar fannst einnig á heimilinu.

Maðurinn skildi eftir sig bréf og myndband þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Hann mun hafa dreift hatursáróðri gegn innflytjendum og ýmsum samsæriskenningum á internetinu mánuðina á undan. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið í sambandi við aðra hægri öfgamenn. Peter Beuth, innanríkisráðherra sambandsríkisins Hesse, hefur gefið það út að hann hafi ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þúsundir komu saman í Hanau í gær, fimmtudag, til þess að minnast fórnarlamba árásanna. Þá voru einnig fjölmennar minningarathafnir í Frankfurt og við Brandenburgar-hliðið í Berlín. Frank-Walter Steinmeier, forseti landsins, flutti ræðu þar sem hann sagði íbúa Þýskalands margsinnis hafa sýnt að þeir vildu lifa saman í sátt og samlyndi. Þetta samkomulag íbúanna væri einmitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn vaxandi hatri. „Út með nasistana,“ hrópuðu sumir fundargestanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár