Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Öfga hægri­mað­ur­inn sem skaut tíu til bana á mið­viku­dag sendi frá sér 24 blað­síðna stefnu­yf­ir­lýs­ingu þar sem hann sagði til­tekna þjóð­fé­lags­hópa hættu­lega Þýskalandi. Hann taldi land­inu stýrt af leyni­legu djúpríki og var yf­ir­lýst­ur stuðn­ings­mað­ur banda­ríkja­for­seta. Þjóð­verj­ar ótt­ast frek­ari árás­ir á inn­flytj­end­ur og efla lög­gæslu við við­kvæma staði.

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þjóðverjar óttast frekari hryðjuverkaárásir hægri öfgamanna og nýnasista í kjölfar mannskæðra árása í borginni Hanau á miðvikudagskvöld. Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, hefur heitið því að auka sýnilega löggæslu við viðkvæmar stofnanir í landinu. Þá verður fylgst sérstaklega með moskum og synagógum, samkomuhúsum múslima og gyðinga, sem eru talin ein helstu skotmörk hægri öfgamanna. Níu manns voru skotin til bana og enn fleiri særð í tveimur skotárásum á vatnspípustaði í Hanau á miðvikudagskvöld. Öll fórnarlömbin voru innflytjendur eða af innflytjendaættum þó sum hver hafi verið með þýskan ríkisborgararétt. Hinn 43. ára gamli Tobias R. liggur undir grun, en hann fannst látinn á heimili sínu nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Talið er að hann hafi myrt aldraða móður sína á ður en hann tók eigið líf, en lík hennar fannst einnig á heimilinu.

Maðurinn skildi eftir sig bréf og myndband þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Hann mun hafa dreift hatursáróðri gegn innflytjendum og ýmsum samsæriskenningum á internetinu mánuðina á undan. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið í sambandi við aðra hægri öfgamenn. Peter Beuth, innanríkisráðherra sambandsríkisins Hesse, hefur gefið það út að hann hafi ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þúsundir komu saman í Hanau í gær, fimmtudag, til þess að minnast fórnarlamba árásanna. Þá voru einnig fjölmennar minningarathafnir í Frankfurt og við Brandenburgar-hliðið í Berlín. Frank-Walter Steinmeier, forseti landsins, flutti ræðu þar sem hann sagði íbúa Þýskalands margsinnis hafa sýnt að þeir vildu lifa saman í sátt og samlyndi. Þetta samkomulag íbúanna væri einmitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn vaxandi hatri. „Út með nasistana,“ hrópuðu sumir fundargestanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár