Fréttastöðin CNN tekur daglega saman meðaltal allra nýjustu kannana í forvali Demókrata og að jafnaði er Bernie Sanders þar enn fremstur með tæp 30% atkvæða og um það bil tíu prósentustiga forskot á næsta mann. Vikum saman hefur sá maður verið Joe Biden, sem var varaforseti Baracks Obama, en Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, virðist síðustu daga hafa skotist fram fyrir Biden og náð öðru sætinu eftir mikið auglýsingaflóð.
Það er oft talað um auðæfi Bloombergs án þess að fólk geri sér fyllilega grein fyrir hversu stjarnfræðileg þau eru í raun og veru. Bloomberg er samkvæmt einum lista níundi ríkasti maður í öllum heiminum í dag, margfalt ríkari en Donald Trump getur nokkurn tímann látið sig dreyma um að verða. Eignir borgarstjórans fyrrverandi eru í dag metnar á allt að átta þúsund milljarða króna og gæti hann sennilega staðið straum af öllum útgjöldum íslenska ríkisins næsta áratug eða svo. …
Athugasemdir