Álitsgjafar af hægri væng stjórnmálanna hafa undanfarið birt fjölda greina um að hitastig á Íslandi hafi lítið eða ekkert hækkað sé litið til síðustu 100 ára. Talað er um „hamfaraáróður“ og ýjað að því að Veðurstofan blekki fólk með framsetningu gagna sinna. Starfsmaður Veðurstofunnar segir það rétt að hlýnun á Íslandi hafi undanfarið verið minni en á heimsvísu, en það eigi sér eðlilegar skýringar og séu ekki rök gegn tilvist hnattrænnar hlýnunar.
Fjórðungur landsmanna telur nú að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu ýktar, samkvæmt nýrri könnun Gallup sem kynnt var á Umhverfisráðstefnu á miðvikudag. Þá telja 23 prósent aðspurðra Íslendinga að hækkun á hitastigi jarðar síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu en af mannavöldum. Er það mikil hækkun frá síðustu könnun þegar 14 prósent aðspurðra svöruðu spurningunni með þeim hætti og því ljóst að minni samstaða er um málið í þjóðfélaginu en áður.
Athugasemdir