
Fyrir 100 árum – þann 25. febrúar 1920 – var boðað til fundar í þeirri frægu krá Hofbräuhaus í miðjum gamla bænum í München. Fundarboðið var sent út af Þýska verkamannaflokknum, Deutsche Arbeiterpartei, eða DAP, sem var að vísu bara smáflokkur með par þúsund félagsmenn en í pólitísku umróti Bæjaralands höfðu alls konar smáhópar færi á að láta á sér bera.
Eftir uppgjöf Þýskalands í heimsstyrjöldinni fyrri í vetrarbyrjun 1918 hafði munað minnstu að kommúnistar næðu völdum, líkt og austur í Rússlandi, en ný borgaraleg ríkisstjórn, kennd við borgina Weimar, hafði afstýrt því. Afturhaldssinnaðar bardagasveitir fyrrum hermanna, Frei Korps, komu þar og við sögu.
Nú í byrjun árs 1920 voru róstur að mestu fyrir bí en óánægja með ástandið ólgaði þó undir niðri. Enn ríkti töluverður skortur eftir hörmungartíma stríðsáranna, efnahagsástand var mjög viðkvæmt og ýmsir kunnu ekki fótum sínum forráð í hinu nýja þingræðisríki sem tekið hafði …
Athugasemdir