Verulegar aðfinnslur er að finna í úttekt Capacent á starfsemi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Nýtt skipurit tók gildi í ráðuneytinu í vikunni í samræmi við tillögu úr skýrslunni, en ekki var minnst á aðfinnslur Capacent í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu þegar breytingarnar voru kynntar á dögunum.
Samskipti ráðuneytisins við borgarana eru sögð „ekki góð“ og starfsfólk þess sagt pirrað, óþolinmótt og sumt á mörkum kulnunar. Fjölda erinda er ekki svarað og fyrnast sum þeirra, meðal annars vegna agaleysis við skráningu og þess að tölvupóstar teljist ekki „formleg erindi“.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið er eitt af stærstu ráðuneytunum, með um 70 starfsmönnum, og ber það ábyrgð á stórum málaflokkum, menntamálum, vísindum, íþrótta- og æskulýðsmálum og menningarmálum. Til málaflokkanna er varið um 110 milljörðum árlega og undir ráðuneytið heyra 52 stofnanir, eða um þriðjungur af stofnanakerfi íslenska ríkisins.
Í úttekt Capacent kemur fram að með breytingum sem voru gerðar á skipulagi ráðuneytisins árið 2016 hafi …
Athugasemdir