Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna

Formað­ur Flokks fólks­ins seg­ir að ver­ið sé að blekkja al­menn­ing varð­andi al­var­leika COVID-19 kór­óna­veirunn­ar. Hún held­ur því fram að dán­ar­tíðni sé tólf sinn­um hærri en upp­lýs­ing­ar Al­þjóða heil­brið­gð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar segja til um.

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna
Segir ósatt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heldur því fram að dánartíðni af völdum COVID-19 kórónaveirunnar sé 30 prósent. Tölur WHO segja að dánartíðnin sé 2,5 prósent.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fer með ósannindi um dánartíðni af völdum COVID-19 kórónaveirunnar í grein í Morgunblaðinu. Í greininni heldur Inga því fram að dánartíðni að völdum veirunnar sé tólf sinnum hærri en raun ber vitni og segir hún einnig að verið sé að blekkja almenning þegar komi að upplýsingum um veiruna. Þá vill hún að landinu verði lokað fyrir ferðafólki sem komi frá svæðum þar sem veirusýkingin geysar.

Í greininni rekur Inga þá skoðun sína að íslensk stjórnvöld geri allt of lítið til að minnka hættuna á að veiran berist hingað til lands. Veiran fari hratt yfir segir Inga og bætir því við að sóttvarnarlæknir hafi sagt að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær veran bærist hingað til lands. Raunin er þó sú að ofmælt er að veiran fari hratt yfir. Yfirgnæfandi meirihluti allra smita hefur greinst í Kína sjálfu og veiran hefur í heild greinst í 28 löndum til þessa, og milli daganna 11. og 12. febrúar hafði veikin ekki komið upp í nýju landi. Sem dæmi má nefna að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193. Um helmingur landanna eru Asíuríki, nágrannaríki Kína þar sem miklar samgöngur eru á milli. Veiran hefur greinst í níu Evrópuríkjum en hefur ekki breiðst út í þeim svo miklu nemur. Þá hafur enn sem komið er aðeins orðið eitt dauðsfall af völdum veirunnar utan Kína, á Filippseyjum.

Vill loka landinu

Inga segir ríkisstjórnina sitja með hendur í skauti og bíða þess að veira berist hingað til lands. „Af hverju er ekki gripið til varna? Hvers vegna í ósköpunum lokum við ekki algerlega á flæði ferðamanna frá viðurkenndum sýktum svæðum?“ spyr Inga.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur hins vegar þegar svarað því til að ekki sé til staðar tækni eða heimildir á Keflavíkurflugvelli til að finna út hvar fólk hafi verið áður en það kom til landsins, það er hvort það hafi verið í Kína síðasta hálfan mánuðinn, og vísar hann til bæði lögreglu og stjórnenda Keflavíkurflugvallar hvað það varðar.

Engu að síður er það skoðun Ingu að loka eigi landinu og segir hún að við höfum nú val um að þola tímabundin óþægindi vegna raskana á ferðum fólks til landsins „eða að þjóðfélagið hér nánast lamist ef veiran berst hingað og breiðist út“. Utan Kína hefur sem COVID-19 veiran sem fyrr segir ekki valdið víðtækum óþægindum enn sem komið er og þjóðfélög eru ekki lömuð.

Dánartíðni 2,5 prósent en ekki 30 prósent

Þá segir Inga að mikil alvara sé á ferðum enda „dánartíðni þessa faraldurs er miklu mun hærri en okkur er talin trú um. Af þeim sem hafa gengið í gegnum þessa hryllilegu veirusýkingu hafa ríflega 30% dáið“.

„Af þeim sem hafa gengið í gegnum þessa hryllilegu veirusýkingu hafa ríflega 30% dáið“

Inga færir ekki frekari rök fyrir þessum fullyrðingum en þær stangast á við allar opinberar upplýsingar sem fram hafa komið, eins og frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, WHO. Tilfellið er að því fer fjarri að dánartíðni af völdum COVId-19 kórónaveirunnar sé 30 prósent. 12. febrúar höfðu 1.115 einstaklingar látist af völdum veirunnar. Dánartíðni af völdum hennar er því um 2,5 prósent, eða tólf sinnum lægri en Inga heldur ranglega fram, en talið er líklegt að fleiri hafi fengið vægari útgáfu veirunnar en tilkynnt hefur verið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár