Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sjávarútvegsráðherra, telur ekki að hann hefði átt að láta ógert að koma að því leggja fram og mæla fyrir frumvarpi um kvótasetningu á makríl í fyrrasumar þrátt fyrir tengsl sín við útgerðarfélagið Samherja, einn helsta hagsmunaðila málsins, og forsvarsmenn þess félags.
Þetta kemur fram í svörum frá Kristjáni Þór Júlíussyni við spurningum Stundarinnar um lagafrumvarpið um kvótasetningu á makríl og stefnu félags makrílveiðimanna gegn íslenska ríkinu sem öðrum þræði beinist gegn sjávarútvegsráðherra þar sem hann er í stefnunni sagður hafa hyglað stórútgerðum. Í stefnunni segir orðrétt: „Undirliggjandi markmið með þessum lögum, að mati stefnanda [Félags makrílveiðimanna], var beinlínis að auka hlut stærri uppsjávarútgerða í kvótanum með því að handvelja þau viðmiðunarár sem þjónuðu því markmiði, fremur en því almenna sjónarmiði sem verið hefur við lýði í lögum allt aftur til ársins 1983 að miða við stuttan aflareynslutíma.“
Athugasemdir