Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Sál­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af því hversu marg­ir leita sér hjálp­ar við al­var­leg­um vanda hjá þerap­ist­um, ráð­gjöf­um eða öðr­um með litla sem enga mennt­un sem styð­ur við með­ferð þeirra. Hafrún Kristjáns­dótt­ir sál­fræð­ing­ur seg­ir mál­ið al­var­legt. Flest­ir myndu gera at­huga­semd við það ef kjöt­iðn­að­ar­mað­ur gengi í starf hjartaskurð­lækn­is. Það sama ætti að gilda um þau sem hafa með and­lega heilsu fólks að gera.

Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur Hún hefur legið undir ámæli fyrir að tala opinskátt gegn meðferðum ófaglærðra sérfræðinga. Hún segir sjálfsagt að leita ólíkra leiða til að bæta líðan sína. Þegar geðraskanir séu í spilinu ættu ófaglærðir þerapistar og ráðgjafar þó að stíga til hliðar og láta fagmenntað fólk um meðferðina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjöldi fólks hefur lifibrauð sitt af því að veita aðstoð eða meðferð við kvillum annarra. Gildir þá einu hversu alvarleg vanlíðan einstaklinganna er, hvort fólk þarfnast bara meiri gleði í líf sitt, hvort það á í hjónabandserfiðleikum, hefur orðið fyrir áfalli eða á jafnvel við alvarleg geðræn veikindi að stríða. Oft bera þessir einstaklingar titla á borð við sérfræðingur, þerapisti eða ráðgjafi, en hefur þegar að er gáð litla, enga eða óhefðbundna menntun að baki starfsheitinu. Sálfræðingar sem blaðamaður Stundarinnar hefur rætt við fullyrða að innan fagstéttarinnar hafi margir áhyggjur af því hversu algengt það er að einstaklingar leiti sér aðstoðar við andlegri vanlíðan hjá „sérfræðingum“ sem hafa ekki fagmenntun eða lögverndað starfsheiti. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að fá starfandi sálfræðinga til þess að tjá sig opinberlega um málið. Margir veigra sér við því, þar sem þeir vilja ekki setja sig á háan hest, fá á sig stimpil yfirlætis eða menntahroka. Ein þeirra sem hefur tjáð sig opinberlega um málefnið þekkir einmitt það. „Það getur verið erfitt að gagnrýna og fá fyrir vikið að heyra það í morgunútvarpi allra útvarpsstöðva að þú sért menntasnobbari,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík. Vísar hún þar til þeirrar umræðu sem myndaðist í kjölfar þess að hún mætti vinsæla fyrirlesaranum Öldu Karen Hjaltalín í Kastljósi á RÚV. 

Alda Karen hefur fyllt Eldborgarsal Hörpu og Laugardalshöllina með fyrirlestrum sínum, svo ljóst er að hún snertir við mörgum. Kjarni þess sem hún boðar var einfaldur: „Þú ert nóg.“ Í viðtali við Ísland í dag í tengslum við viðburðinn LIFE Masterclass: Into Your Mind tjáði hún sig um sjálfsvíg og sagði það sorglegt þegar það eina sem fólk þyrfti í raun að gera vera að segja við sjálft sig að það væri nóg. Þetta gagnrýndi Hafrún harðlega, sagði það rangt að bjóða upp á svo einfalda lausn við flóknum vanda á borð við sjálfsvígshugsanir. Það gæti beinlínis aukið á vanlíðan viðkomandi. Mörgum þótti Hafrún ganga of langt í gagnrýninni og komu Öldu Karen til varnar. Það gerðu til að mynda samtökin Hugarafl, sem þökkuðu Öldu Karen fyrir að opna umræðuna um geðheilbrigðismál og benda á að jafnvel einföld ráð eins og möntrur geti virkað. „Það er ekkert gaman að vera á milli tannanna á fólki á þennan hátt,“ segir hún. Henni renni þó blóðið til skyldunnar og því láti hún sig hafa það að sitja undir ásökunum um menntahroka. Hún tekur fram að hún telji ekki að allir þurfi að leita til sálfræðings, líði þeim illa. „Ef mér sjálfri líður illa út af einhverju í mínu lífi finnst mér oft best að tala við vini og fjölskyldu. Ég fæ góð ráð hjá þeim og þá líður mér betur. Það er líka alveg satt, sem margir segja, að það getur verið fín meðferð við depurð að fara út að ganga. Það þarf ekki alltaf að leita til sálfræðings. En þegar við erum að tala um geðraskanir snýr málið öðruvísi við okkur. Ég sé ekki fyrir mér að einhverjum þætti snobbað af hjartaskurðlækni að gera athugasemd við það að kjötiðnaðarmaður færi í að skera manneskju upp.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár