Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Sál­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af því hversu marg­ir leita sér hjálp­ar við al­var­leg­um vanda hjá þerap­ist­um, ráð­gjöf­um eða öðr­um með litla sem enga mennt­un sem styð­ur við með­ferð þeirra. Hafrún Kristjáns­dótt­ir sál­fræð­ing­ur seg­ir mál­ið al­var­legt. Flest­ir myndu gera at­huga­semd við það ef kjöt­iðn­að­ar­mað­ur gengi í starf hjartaskurð­lækn­is. Það sama ætti að gilda um þau sem hafa með and­lega heilsu fólks að gera.

Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur Hún hefur legið undir ámæli fyrir að tala opinskátt gegn meðferðum ófaglærðra sérfræðinga. Hún segir sjálfsagt að leita ólíkra leiða til að bæta líðan sína. Þegar geðraskanir séu í spilinu ættu ófaglærðir þerapistar og ráðgjafar þó að stíga til hliðar og láta fagmenntað fólk um meðferðina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjöldi fólks hefur lifibrauð sitt af því að veita aðstoð eða meðferð við kvillum annarra. Gildir þá einu hversu alvarleg vanlíðan einstaklinganna er, hvort fólk þarfnast bara meiri gleði í líf sitt, hvort það á í hjónabandserfiðleikum, hefur orðið fyrir áfalli eða á jafnvel við alvarleg geðræn veikindi að stríða. Oft bera þessir einstaklingar titla á borð við sérfræðingur, þerapisti eða ráðgjafi, en hefur þegar að er gáð litla, enga eða óhefðbundna menntun að baki starfsheitinu. Sálfræðingar sem blaðamaður Stundarinnar hefur rætt við fullyrða að innan fagstéttarinnar hafi margir áhyggjur af því hversu algengt það er að einstaklingar leiti sér aðstoðar við andlegri vanlíðan hjá „sérfræðingum“ sem hafa ekki fagmenntun eða lögverndað starfsheiti. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að fá starfandi sálfræðinga til þess að tjá sig opinberlega um málið. Margir veigra sér við því, þar sem þeir vilja ekki setja sig á háan hest, fá á sig stimpil yfirlætis eða menntahroka. Ein þeirra sem hefur tjáð sig opinberlega um málefnið þekkir einmitt það. „Það getur verið erfitt að gagnrýna og fá fyrir vikið að heyra það í morgunútvarpi allra útvarpsstöðva að þú sért menntasnobbari,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík. Vísar hún þar til þeirrar umræðu sem myndaðist í kjölfar þess að hún mætti vinsæla fyrirlesaranum Öldu Karen Hjaltalín í Kastljósi á RÚV. 

Alda Karen hefur fyllt Eldborgarsal Hörpu og Laugardalshöllina með fyrirlestrum sínum, svo ljóst er að hún snertir við mörgum. Kjarni þess sem hún boðar var einfaldur: „Þú ert nóg.“ Í viðtali við Ísland í dag í tengslum við viðburðinn LIFE Masterclass: Into Your Mind tjáði hún sig um sjálfsvíg og sagði það sorglegt þegar það eina sem fólk þyrfti í raun að gera vera að segja við sjálft sig að það væri nóg. Þetta gagnrýndi Hafrún harðlega, sagði það rangt að bjóða upp á svo einfalda lausn við flóknum vanda á borð við sjálfsvígshugsanir. Það gæti beinlínis aukið á vanlíðan viðkomandi. Mörgum þótti Hafrún ganga of langt í gagnrýninni og komu Öldu Karen til varnar. Það gerðu til að mynda samtökin Hugarafl, sem þökkuðu Öldu Karen fyrir að opna umræðuna um geðheilbrigðismál og benda á að jafnvel einföld ráð eins og möntrur geti virkað. „Það er ekkert gaman að vera á milli tannanna á fólki á þennan hátt,“ segir hún. Henni renni þó blóðið til skyldunnar og því láti hún sig hafa það að sitja undir ásökunum um menntahroka. Hún tekur fram að hún telji ekki að allir þurfi að leita til sálfræðings, líði þeim illa. „Ef mér sjálfri líður illa út af einhverju í mínu lífi finnst mér oft best að tala við vini og fjölskyldu. Ég fæ góð ráð hjá þeim og þá líður mér betur. Það er líka alveg satt, sem margir segja, að það getur verið fín meðferð við depurð að fara út að ganga. Það þarf ekki alltaf að leita til sálfræðings. En þegar við erum að tala um geðraskanir snýr málið öðruvísi við okkur. Ég sé ekki fyrir mér að einhverjum þætti snobbað af hjartaskurðlækni að gera athugasemd við það að kjötiðnaðarmaður færi í að skera manneskju upp.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár