Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Sál­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af því hversu marg­ir leita sér hjálp­ar við al­var­leg­um vanda hjá þerap­ist­um, ráð­gjöf­um eða öðr­um með litla sem enga mennt­un sem styð­ur við með­ferð þeirra. Hafrún Kristjáns­dótt­ir sál­fræð­ing­ur seg­ir mál­ið al­var­legt. Flest­ir myndu gera at­huga­semd við það ef kjöt­iðn­að­ar­mað­ur gengi í starf hjartaskurð­lækn­is. Það sama ætti að gilda um þau sem hafa með and­lega heilsu fólks að gera.

Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur Hún hefur legið undir ámæli fyrir að tala opinskátt gegn meðferðum ófaglærðra sérfræðinga. Hún segir sjálfsagt að leita ólíkra leiða til að bæta líðan sína. Þegar geðraskanir séu í spilinu ættu ófaglærðir þerapistar og ráðgjafar þó að stíga til hliðar og láta fagmenntað fólk um meðferðina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjöldi fólks hefur lifibrauð sitt af því að veita aðstoð eða meðferð við kvillum annarra. Gildir þá einu hversu alvarleg vanlíðan einstaklinganna er, hvort fólk þarfnast bara meiri gleði í líf sitt, hvort það á í hjónabandserfiðleikum, hefur orðið fyrir áfalli eða á jafnvel við alvarleg geðræn veikindi að stríða. Oft bera þessir einstaklingar titla á borð við sérfræðingur, þerapisti eða ráðgjafi, en hefur þegar að er gáð litla, enga eða óhefðbundna menntun að baki starfsheitinu. Sálfræðingar sem blaðamaður Stundarinnar hefur rætt við fullyrða að innan fagstéttarinnar hafi margir áhyggjur af því hversu algengt það er að einstaklingar leiti sér aðstoðar við andlegri vanlíðan hjá „sérfræðingum“ sem hafa ekki fagmenntun eða lögverndað starfsheiti. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að fá starfandi sálfræðinga til þess að tjá sig opinberlega um málið. Margir veigra sér við því, þar sem þeir vilja ekki setja sig á háan hest, fá á sig stimpil yfirlætis eða menntahroka. Ein þeirra sem hefur tjáð sig opinberlega um málefnið þekkir einmitt það. „Það getur verið erfitt að gagnrýna og fá fyrir vikið að heyra það í morgunútvarpi allra útvarpsstöðva að þú sért menntasnobbari,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík. Vísar hún þar til þeirrar umræðu sem myndaðist í kjölfar þess að hún mætti vinsæla fyrirlesaranum Öldu Karen Hjaltalín í Kastljósi á RÚV. 

Alda Karen hefur fyllt Eldborgarsal Hörpu og Laugardalshöllina með fyrirlestrum sínum, svo ljóst er að hún snertir við mörgum. Kjarni þess sem hún boðar var einfaldur: „Þú ert nóg.“ Í viðtali við Ísland í dag í tengslum við viðburðinn LIFE Masterclass: Into Your Mind tjáði hún sig um sjálfsvíg og sagði það sorglegt þegar það eina sem fólk þyrfti í raun að gera vera að segja við sjálft sig að það væri nóg. Þetta gagnrýndi Hafrún harðlega, sagði það rangt að bjóða upp á svo einfalda lausn við flóknum vanda á borð við sjálfsvígshugsanir. Það gæti beinlínis aukið á vanlíðan viðkomandi. Mörgum þótti Hafrún ganga of langt í gagnrýninni og komu Öldu Karen til varnar. Það gerðu til að mynda samtökin Hugarafl, sem þökkuðu Öldu Karen fyrir að opna umræðuna um geðheilbrigðismál og benda á að jafnvel einföld ráð eins og möntrur geti virkað. „Það er ekkert gaman að vera á milli tannanna á fólki á þennan hátt,“ segir hún. Henni renni þó blóðið til skyldunnar og því láti hún sig hafa það að sitja undir ásökunum um menntahroka. Hún tekur fram að hún telji ekki að allir þurfi að leita til sálfræðings, líði þeim illa. „Ef mér sjálfri líður illa út af einhverju í mínu lífi finnst mér oft best að tala við vini og fjölskyldu. Ég fæ góð ráð hjá þeim og þá líður mér betur. Það er líka alveg satt, sem margir segja, að það getur verið fín meðferð við depurð að fara út að ganga. Það þarf ekki alltaf að leita til sálfræðings. En þegar við erum að tala um geðraskanir snýr málið öðruvísi við okkur. Ég sé ekki fyrir mér að einhverjum þætti snobbað af hjartaskurðlækni að gera athugasemd við það að kjötiðnaðarmaður færi í að skera manneskju upp.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár