Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu

Reykja­vík­ur­borg styrk­ir tón­list­ar­há­tíð­ina Secret Solstice um 8 millj­ón­ir í ár. Ný­ir rekstr­ar­að­il­ar eru tengd­ir þeim fyrri, sem hljóm­sveit­in Slayer hef­ur stefnt. Vig­dís Hauks­dótt­ir borg­ar­full­trúi seg­ist til­bú­in í mála­ferli vegna um­mæla sinna um rekstr­ar­að­il­ana.

Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu
Secret Solstice Reykjavíkurborg hefur gert nýjan samning um hátíðina. Mynd: Pressphotos

Skuld tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice við Reykjavíkurborg, sem í lok apríl í fyrra nam 19 milljónum króna, hefur verið greidd að fullu. Borgin styrkir hátíðina um 8 milljónir króna í ár og hefur skrifað undir nýjan samning við rekstraraðilana, sem eru nátengdir þeim sem standa í málaferlum út af fyrri hátíðum.

Þetta kemur fram í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Tvísýnt var síðasta vor hvort hátíðin færi fram í Reykjavík þar sem skuld rekstraraðila við borgina samkvæmt samningi nam 11,6 milljónum króna og kostnaður við viðgerðir á völlum í Laugardal nam 7,4 milljónum króna. Ekkert hafði verið greitt á þeim tíma sem nefndur var í samningi aðilanna. Nú, eftir að hátíðin 2019 fór fram, hefur skuldin hins vegar verið greidd að fullu.

Nýr samningur var samþykktur á fundi borgarráðs 9. janúar vegna hátíðarinnar sem fram fer í lok júní. Tilkynnt hefur verið um tónlistarmenn á hátíðinni í sumar, meðal annars hljómsveitirnar Cypress Hill, Primal Scream og TLC.

Vigdís HauksdóttirBorgarfulltrúi hyggst ekki biðjast afsökunar á ummælum um rekstraraðila Secret Solstice.

Lögmenn aðstandenda hátíðarinnar sendu Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, bréf vegna ummæla hennar á fundi borgarráðs 30. janúar, að því er fram kemur í frétt RÚV. Vigdís vakti þar athygli á styrkveitingu borgarinnar til hátíðarinnar. „Samkvæmt nýjum gögnum frá Reykjavíkurborg kemur í ljós að Secret Solstice er rekin af a.m.k. þremur mismunandi félögum og virðist algjör hending ráða því hvaða félag er látið taka að sér hvaða skuldbindingu vegna rekstursins,“ lét hún bóka. „Þá er fullyrt að aðstandendur hátíðarinnar hafi gefið Reykjavíkurborg rangar og misvísandi upplýsingar um eignarhald félaganna, aðkomu þeirra að hátíðinni og héldu því ranglega fram að félögin myndu greiða eða yfirtaka skuldir fyrri rekstraraðila. Fullyrt er að félögin stundi skattasniðgöngu og ýmis önnur lögbrot.“

„Fullyrt er að félögin stundi skattasniðgöngu og ýmis önnur lögbrot“

Tengdir rekstraraðilar

Á fundinum var kynnt bréf frá lögmanni hljómsveitarinnar Slayer sem ekki fékk borgað fyrir framkomu á hátíðinni 2018 og stendur í málaferlum. Tóku nýir rekstraraðilar við í kjölfarið. Reykjavíkurborg segir málaferli Slayer að engu leyti snúa að borginni.

Hátíðin hefur verið gagnrýnd þar sem skipt var um kennitölu, en nýr eigandi hennar, Guðmundur Hreiðarsson Viborg, er tengdur fyrri eigendum hátíðarinnar. Stjúpsonur hans, Jón Bjarni Steinsson, var upplýsingafulltrúi hátíðarinnar, en hann er kvæntur Katrínu Ólafsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrra rekstrarfélagsins. Hún er systir Friðriks Ólafssonar, eiganda gamla félagsins, og dóttir Jóns Ólafssonar, athafnamanns og eins helsta styrktaraðila.

Jón ÓlafssonAthafnamaðurinn er meðal helstu styrktaraðila hátíðarinnar.

Forsvarsmenn nýja félagsins, Lifandi viðburðir ehf., krefjast þess að Vigdís biðjist afsökunar á bókuninni og beri hana formlega til baka, ellegar verði farið í mál við hana og skaðabóta krafist. Hafna þeir tengslum við fyrri hátíð og að fyrri rekstraraðilar hafi sagst hafa greitt Slayer að fullu. „Það vekur því furðu að þú, sem lýðræðislega kjörinn borgarfulltrúi, skulir án allrar gagnrýni ljá þessu erindi vægi með því að leggja fram bókun á fundi borgarráðs þar sem umbjóðendur mínir og fyrirsvarsmenn þeirra eru án nokkurra fyrirvara sakaðir um rangfærslur og lögbrot, þ.á m. skattasniðgöngu,“ segir í bréfi þeirra.

„Nei, ég segi í þessu máli eins og öðrum málum sem ég hef verið sökuð um: See you in court“

Í samtali við RÚV segist Vigdís ekki ætla að biðjast afsökunar, heldur taka slaginn fyrir alla kjörna fulltrúa. „Nei, ég segi í þessu máli eins og öðrum málum sem ég hef verið sökuð um: See you in court.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár