Yfirvöld í Berlín samþykktu í lok síðasta mánaðar ný lög sem fela í sér frystingu leiguverðs á almennum leigumarkaði í borginni til næstu fimm ára. Ætla má að lögin muni hafa áhrif á meira en þrjár milljónir leigjenda, en um 81 prósent íbúa borgarinnar eru á leigumarkaði. Þau taka gildi nú í febrúar, verða afturvirk til 18. júní 2019, og gilda til ársins 2025. Gert er ráð fyrir því að leigjendur í borginni muni spara sér allt að 2,5 milljarða evra á tímabilinu, en leiga þeirra sem hafa leigt íbúðir yfir sérstökum viðmiðunarmörkum gæti lækkað um tugi prósenta. Þá geta leigusalar sem þverskallast við að fylgja reglunum átt von á háum fjársektum, auk þess sem leigjendur þeirra munu eiga heimtingu á endurgreiðslu vegna of hás leiguverðs.
Berlínarborg …
Athugasemdir