Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Venesúelatogari Samherja fer frá Namibíu til veiða í Máritaníu

Sam­herji seg­ir að fram­tíð tog­ar­ans Geys­is sé óljós en að tog­ar­inn veiði í Má­rit­an­íu að sinni. Út­gerð­in vill ekki gefa upp efn­is­at­riði samn­ings fé­lags­ins við rík­is­út­gerð­ina í Venesúela.

Venesúelatogari Samherja fer frá Namibíu til veiða í Máritaníu
Chavez tók á móti skipinu Hugo Chavez, þáverandi forseti Venesúela, tók á móti skipinu Geysi árið 2010 og var það endurskírt Jose Marti eftir helstu sjálfstæðishetju Kúbu.

Togarinn Geysir, sem Samherji hefur notað til veiða í Namibíu frá árinu 2016, hefur haldið til veiða í Máritaníu og er óljóst hvort hann muni snúa aftur til að veiða hestamakríl í Namibíu. Þetta kemur fram í svörum frá Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja. Samherji hefur gefið það út að útgerðarfélagið hyggist nú hætta starfsemi sinni í Namibíu í kjölfar mútumálsins sem greint var frá í Stundinni, Kveik og Al Jazeera, í samstarfi við Wikileaks, í nóvember síðastliðinn.

Fjallað hefur verið um brotthvarf togarans í fjölmiðlum. Togarinn er í eigu venesúelsks ríkisfyrirtækis sem stofnað var árið 2008 með sérstakri tilskipun frá Hugo Chavez, þáverandi forseta Venesúela, sem keypti togarann af Samherja á yfirverði árið 2010, líkt og fjallað var um í Stundinni í desember. Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Namibíumálinu, sagði þá að verðið sem Samherji fékk fyrir skipið, 35 milljónir dollara, hafi verið um 10 milljónum dollara, yfir markaðsvirði. Samherji leigði skipið svo til baka frá venesúelska ríkisfyrirtækinu árið 2016 eftir að það hafði legið ónotað í höfninni á Kúbu í fleiri ár.

Aftur til MáritaníuÍ svörum Björgólfs Jóhannesson kemur fram að Geysir muni veiða í Máritaníu á næstunni.

Forsendur veiðanna brostnar

Í svari Samherja kemur fram að forsendur veru Geysis í Namibíu hafi verið brostnar þar sem það hafi ekki fengið neinn kvóta: „Félög tengd Samherja fengu ekki úthlutað neinum kvóta í Namibíu fyrir skipið Geysi. Grunnforsendan fyrir veiðum skipsins í namibískri efnahagslögsögu var því brostin. Af þessari ástæðu hefur skipinu verið beint til Máritaníu þar sem það mun stunda veiðar. Ákvörðun um að beina skipinu frá Namibíu var tekin í fullu samráði við namibísk stjórnvöld. Á meðal áhafnar Geysis núna eru 33 namibískir sjómenn sem verða við veiðar í Máritaníu.“

Í fréttatilkynningu frá hafnaryfirvöldum í Namibíu kemur fram að Geysir hafi sannarlega fengið leyfi til að yfirgefa Namibíu. 

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum stendur nú yfir rannsókn á mútumáli Samherja í Namibíu og sitja sex einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna þess og hafa þeir verið ákærðir fyrir mútuþægni, fjársvik, peningaþvætti og meinsæri í málinu. Meðal sexmenninganna eru fjórir helstu höfuðpaurarnir í Namibíumálinu: Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins; James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor; Tamson Hatuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherrans og lykilmaður í málinu, og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu. 

Áður en Samherji seldi Geysi til venesúelska ríkisins  fyrir 35 milljónir dollara 2010 notaði útgerðarfélagið hann til að veiða hestamakríl í Máritaníu og Marokkó. 

Stórsókn Chavez

Eins og greint var frá í desember  voru kaupin á togaranum liður í stórsókn sósíalistaríkisins Venesúela í sjávarútvegi. Hugmyndin var að Venesúela ætti að vera sjálfbært í sjávarútvegi og veiða fisk fyrir fólkið í landinu. Þessar tilraunir áttu hins vegar eftir að mistakast hrapallega. 

Hugo Chavez tók sjálfur á móti og kynnti togarann Geysi, sem nefndur var Jose Marti í höfuðið á helstu sjálfstæðishetju Kúbu í frelsisbaráttunni gegn Spánverjum í lok 19. aldar, fyrir íbúum Venesúela og Kúbu eftir að hann hafði verið keyptur frá Samherja í byrjun desember árið 2010.

Áður, í maí árið 2010, hafði Chavez  tilkynnt að Venesúela ætlaði að hefja sókn í sjávarútvegi með kaupum á stórvirkum togurum. „Við ætlum að veiða í Kyrrahafinu og í Atlantshafinu, það eru engin takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ sagði Chavez í tilkynningu. 

Í ræðu sinni um skipið í árslok 2010 sagði Chavez: „Þessi fiskiskip voru keypt af byltingarstjórnunum í Venesúela og Kúbu, og innan þess bandalags sem við eigum í gegnum ALBA, Bolivar-samtökin, til að auka fiskveiðar og félagsvæða þær í höndunum á okkar fólki til að sækja matvæli fyrir fólkið okkar og ekki til að næra hinn borgaralega kapítalisma og auka enn frekar á ríkidæmi fjármagnseigenda,“ sagði Chavez, en ALBA-samtökin er ríkjabandalag tíu landa við Karíbahafið. 

Í athöfninni þar sem hann hélt ræðuna vígði hann annan togara sem nefndur var Símon Bolivár, eftir helstu frelsishetju Venesúela, sem frelsaði landið undan Spáni á 19. öld. Sá togari var keyptur á 33 milljónir dollara.

Samanlagt kaupverð togaranna tveggja var því 68 milljónir dollara, eða tæplega 8,4 milljarðar króna. 

Ræðan sem Chavez hélt við athöfnina, þar sem hann kynnti togarana tvo til leiks, var innblásin af hugmyndafræði þess sósíalisma sem hann hafði komið á koppinn í landinu eftir að hann var kosinn til valda árið 1999. Togararnir, og fyrirtækið Pescalba, mörkuðu upphafið að sókn Venesúela í sjávarútvegi: „En þið skulið fara á veiðar, farið og lifið. […] Og færið björg í bú fyrir fólkið í Venesúela og fólkið á Kúbu sem og fyrir fólkið í löndum ALBA og sannið þið til að með árunum á Pescalba eftir að verða eitt stærsta fyrirtæki í heimi, þið munið sjá þetta. Er það ekki? Þessi tvö skip eru bara þau tvö fyrstu sem við ætlum að kaupa, við erum líka með sex túnfiskbáta og sá sjöundi er á leiðinni, svo koma fleiri og við þurfum að kaupa fleiri svona skip, er það ekki? Þetta munum við gera, láta smíða nýja báta, er það ekki? Kúba getur sannarlega gert þetta og okkur vex ásmegin til að gera hluti …“

Kappið var svo mikið að það var tilkynnt í athöfninni þar sem Hugo Chavez kynnti skipin tvö að þau myndu halda út til veiða samdægurs.

Fljótlega fjaraði hins vegar undan stórhug Venesúela og bæði skipin enduðu á því að liggja óhreyfð í höfnum í Kúbu og Perú og veiddu aldrei neitt eða fiskfæddu venesúelsku þjóðina. Svo ákvað venesúelska ríkið að losa sig við skipin á hrakvirði.

„Því miður getur Samherji ekki tjáð sig um einstök efnisatriði leigusamningsins um Geysi“

Samherji tjáir sig ekki um samninginn við Venesúela 

Stundin spurði Samherja líka um efnisatriði leigusamningsins á skipinu við Venesúela. Samherji vill ekki svara þeim spurningum: „Eins og kemur fram í fyrirspurn þinni á Samherji ekki skipið og hefur það verið leigt á grundvelli samkomulags við eiganda þess. Því miður getur Samherji ekki tjáð sig um einstök efnisatriði leigusamningsins um Geysi, eins og um lengd samningsins, því félagið er bundið trúnaði við leigusala skipsins um efni hans.“

Eins og Stundin greindi frá í desember hefur Samherji reynt að kaupa Geysi af venesúelska ríkisfyrirtækinu. Tilboði upp á 8 milljónir dollara í skipið var hafnað í fyrra samkvæmt heimildum blaðsins. Afar líklegt er að í leigusamningnum við venesúelska fyrirtækið sé að finna ákvæði um að Samherji geti keypt Geysi og að leiguverðið sem greitt hefur verið fyrir skipið leiði til lækkunar á verðinu ef af viðskiptunum verður. 

Björgólfur Jóhannesson segir aðspurður um framtíð Geysis að hún sé óljós að öðru leyti en að skipið veiði nú í Máritaníu. „Ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hvort skipið Geysir verður framleigt til annars útgerðarfyrirtækis. Það hvort Geysir snúi aftur til veiða í namibískri lögsögu er háð því hvort einhverjum kvóta verður úthlutað, með vísan til þess sem var rakið hér framar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
2
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
3
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
8
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár