
Tartu er borg ein austur í löndum þar sem nú heitir Eistland. Hún stendur á bökkum árinnar Emajõgi sem þýðir Móðurfljót á tungu heimamanna. Fyrir réttum 100 árum, eða í byrjun febrúar 1920, bjuggu þar aðeins tæplega 50.000 manns, þetta var þó býsna stöndugur bær sem státaði af nærri þriggja alda gömum háskóla og snotru bleiku ráðhúsi í nýklassískum stíl með klukkuturni. Og í þessu ráðhúsi komu saman nokkrir virðulegir herramenn þriðjudaginn 3. febrúar, flestir klæddir hefðbundnum sparifötum herramanna í þá daga en nokkrir í einkennisbúningum herforingja.
Eftir helstil kuldalegar kveðjur en þó kurteislegar, tók við upplestur á ýmsum plöggum og pappírum. Síðan drógu herrarnir fram lindarpenna sína, munduðu þá eins og sverð en stilltu sig svo um að ota þeim hver að öðrum heldur páruðu nöfn sín undir pappírana. Konur sátu með veggjum og fylgdust með en tóku ekki þátt í að skrifa undir. Að pappírum páruðum stóðu herramenn …
Athugasemdir