Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á kenni­tölufalsi sem komst upp við Héð­ins­hús­ið mið­ar áfram. Átta ein­stak­ling­ar voru hand­tekn­ir grun­að­ir um skjalafals og að vinna á Ís­landi án til­skyldra leyfa.

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Í byrjun vikunnar fór fram stór lögregluaðgerð við Héðinshúsið þar sem átta manns voru handteknir grunaðir um að framvísa fölsuðum skilríkjum til að fá atvinnuleyfi hér á landi. Lögreglan segir að vinnuveitendur áttmenninganna sæti nú rannsókn og verði kallaðir til yfirheyrslu.

Nýtt hótel er í byggingu fyrir CenterHotels keðjuna, en margir verktakar eru þar að störfum. Átta einstaklingar sem voru handteknir þann 21. janúar síðastliðinn unnu fyrir Járnhest ehf., sem er í eigu Hjálmtýs Bergssonar Sandholts. Önnur handtaka fór fram 12. nóvember síðastliðinn, en þar voru tveir starfsmenn undirverktaka HBS Byggingarfélags teknir fyrir að starfa án atvinnuleyfis. HBS er einnig í eigu Hjálmtýs.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglunni lýtur rannsóknin að vinnuveitendum mannanna. Í henni segir: „Hafa þeir verið kallaðir til yfirheyrslu til að leita frekari skýringa á tilurð málsins.“

Aðeins þrír vinnuveitendur koma til greina, en það er Hjálmtýr í gegn um fyrirtækin sín tvö, Byggingarfélagið Upprisa ehf., og fyrirtæki á vegum CenterHotels sem er aðalverktaki.

Allir neita sök

Eftir ítrekaðar tilraunir Stundarinnar til að fá svör frá Hjálmtý um aðkomu félaga hans í þessum málum svaraði hann í gegn um lögmann sinn, Steinberg Finnbogason. Hann vildi ekki tjá sig um einstök atriði en sagðist ekki hafa haft ástæðu til að gruna mennina um óheilindi.

„Járnhestur kom hvergi nærri hingaðkomu þessara manna heldur ræður þá til starfa á grundvelli íslenskra kennitalna þeirra og fyrri starfa hér á landi. Útilokað er fyrir Járnhest að grundvalla ráðningar starfsfólks á öðru en viðurkenningu stjórnvalda á veru þeirra í landinu. Engar grunsemdir hafa vaknað um óhreint mjöl í pokahorni þessara starfsmanna en lögreglurannsókn mun væntanlega leiða í ljós hvort svo sé eða ekki.“

Óli Valur Steindórsson, stjórnarmaður og eigandi Upprisu, sagði við Stundina að þeir hefðu hert allt eftirlit eftir handtökuna 12. nóvember og láti ekki bjóða sér svona vinnubrögð. „Okkur öllum er brugðið,“ sagði hann miður sín. „Við tókum upp á því að tvítékka öll skilríki sjálfir eftir fyrri handtökuna, og fengum kennitölur þeirra staðfestar hjá Þjóðskrá til að ganga úr skugga um að starfsmenn okkar væru þeir sem þeir sögðust vera.“

Þegar Stundin hafði samband við Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóra CenterHotels vegna handtökunnar 21. janúar ásakaði hann blaðamann um að bera fyrirtæki sínu illan hug með fréttaflutningi og nafngreiningu hótelkeðju sinnar. Hann þvertók fyrir að CenterHotels eða verktakar þess hefðu gert neitt af sér, og að þeir fylgdust vel með því hverjir væru á vinnustaðnum á hverri stundu. Sökina leggur hann að fullu á herðar Þjóðskrár sem samþykkti fölsuð skilríki þeirra. „Ég bíð spenntur eftir því að heyra hvað Þjóðskrá segist ætla að gera í þessu.“ Kristófer taldi að Þjóðskrá þyrfti fleiri túlka „svo hægt sé að yfirheyra menn um staðhætti og annað slíkt, svo fyrirbyggja megi að maður geti komið utan Evrópusambandsins og falsað sig inn.“

Áttmenningarnir verða mögulega brottreknir úr landi og jafnvel bönnuð endurkoma. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár