Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á kenni­tölufalsi sem komst upp við Héð­ins­hús­ið mið­ar áfram. Átta ein­stak­ling­ar voru hand­tekn­ir grun­að­ir um skjalafals og að vinna á Ís­landi án til­skyldra leyfa.

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Í byrjun vikunnar fór fram stór lögregluaðgerð við Héðinshúsið þar sem átta manns voru handteknir grunaðir um að framvísa fölsuðum skilríkjum til að fá atvinnuleyfi hér á landi. Lögreglan segir að vinnuveitendur áttmenninganna sæti nú rannsókn og verði kallaðir til yfirheyrslu.

Nýtt hótel er í byggingu fyrir CenterHotels keðjuna, en margir verktakar eru þar að störfum. Átta einstaklingar sem voru handteknir þann 21. janúar síðastliðinn unnu fyrir Járnhest ehf., sem er í eigu Hjálmtýs Bergssonar Sandholts. Önnur handtaka fór fram 12. nóvember síðastliðinn, en þar voru tveir starfsmenn undirverktaka HBS Byggingarfélags teknir fyrir að starfa án atvinnuleyfis. HBS er einnig í eigu Hjálmtýs.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglunni lýtur rannsóknin að vinnuveitendum mannanna. Í henni segir: „Hafa þeir verið kallaðir til yfirheyrslu til að leita frekari skýringa á tilurð málsins.“

Aðeins þrír vinnuveitendur koma til greina, en það er Hjálmtýr í gegn um fyrirtækin sín tvö, Byggingarfélagið Upprisa ehf., og fyrirtæki á vegum CenterHotels sem er aðalverktaki.

Allir neita sök

Eftir ítrekaðar tilraunir Stundarinnar til að fá svör frá Hjálmtý um aðkomu félaga hans í þessum málum svaraði hann í gegn um lögmann sinn, Steinberg Finnbogason. Hann vildi ekki tjá sig um einstök atriði en sagðist ekki hafa haft ástæðu til að gruna mennina um óheilindi.

„Járnhestur kom hvergi nærri hingaðkomu þessara manna heldur ræður þá til starfa á grundvelli íslenskra kennitalna þeirra og fyrri starfa hér á landi. Útilokað er fyrir Járnhest að grundvalla ráðningar starfsfólks á öðru en viðurkenningu stjórnvalda á veru þeirra í landinu. Engar grunsemdir hafa vaknað um óhreint mjöl í pokahorni þessara starfsmanna en lögreglurannsókn mun væntanlega leiða í ljós hvort svo sé eða ekki.“

Óli Valur Steindórsson, stjórnarmaður og eigandi Upprisu, sagði við Stundina að þeir hefðu hert allt eftirlit eftir handtökuna 12. nóvember og láti ekki bjóða sér svona vinnubrögð. „Okkur öllum er brugðið,“ sagði hann miður sín. „Við tókum upp á því að tvítékka öll skilríki sjálfir eftir fyrri handtökuna, og fengum kennitölur þeirra staðfestar hjá Þjóðskrá til að ganga úr skugga um að starfsmenn okkar væru þeir sem þeir sögðust vera.“

Þegar Stundin hafði samband við Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóra CenterHotels vegna handtökunnar 21. janúar ásakaði hann blaðamann um að bera fyrirtæki sínu illan hug með fréttaflutningi og nafngreiningu hótelkeðju sinnar. Hann þvertók fyrir að CenterHotels eða verktakar þess hefðu gert neitt af sér, og að þeir fylgdust vel með því hverjir væru á vinnustaðnum á hverri stundu. Sökina leggur hann að fullu á herðar Þjóðskrár sem samþykkti fölsuð skilríki þeirra. „Ég bíð spenntur eftir því að heyra hvað Þjóðskrá segist ætla að gera í þessu.“ Kristófer taldi að Þjóðskrá þyrfti fleiri túlka „svo hægt sé að yfirheyra menn um staðhætti og annað slíkt, svo fyrirbyggja megi að maður geti komið utan Evrópusambandsins og falsað sig inn.“

Áttmenningarnir verða mögulega brottreknir úr landi og jafnvel bönnuð endurkoma. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár