Kvikmyndin Portrait de la jeune fille en feu, eða Portrait of a Lady on Fire á ensku, var nokkuð til umræðu á dögunum þegar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar, en myndin hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar, hvorki í flokki erlendra mynda né nokkrum öðrum.
Myndin er nú komin til sýninga á Franskri kvikmyndahátíð í Bíó Paradís. Standa sýningar yfir fram á þriðjudaginn 28. janúar, en hátíðin sjálf er til 2. febrúar og kennir þar ýmissa grasa. Sýndar verða nýjar kvikmyndir frá Frakklandi í bland við sígildar eldri myndir eins og Amélie og Les Diaboliques.
Portrait of a Lady on Fire segir frá ungum málara, Marianne, sem í lok 18. aldar er falið að mála mynd af ungri konu, Héloïse, á einangraðri eyju í Bretagne í Frakklandi. Myndina á að senda til aðalsmanns í Mílanó sem Héloïse á að giftast. Hún hefur hins vegar neitað að sitja fyrir á …
Athugasemdir