Sú málsvörn sem útgerðarfélagið Samherji hefur verið með í Namibíumálinu hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur mánuðum. Namibíumálið snýst um að Samherji greiddi vel á annan milljarð króna í mútur til ráðamanna í Namibíu, meðal annars tveggja ráðherra, í skiptum fyrir hestamakrílskvóta í landinu á árunum 2012 til 2019.
Samherji hefur farið frá því að viðurkenna að „ólögleg starfsemi“ hafi átt sér stað innan Samherja og að uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson hafi „flækt“ félagið í þessi brot yfir í að reyna að hafna því alfarið að nokkur brot hafi átt sér stað. Samt sitja sex einstaklingar í fangelsi í Namibíu fyrir mútuþægni, og fleiri brot, af því þeir tóku við peningum frá Samherja í skiptum fyrir kvóta og hefjast réttarhöldin yfir þeim í febrúar.
Eitt af því sem er áhugavert í málinu er hvernig Samherji getur hafa haldið því fram að viðskipti félagsins við þessa einstaklinga hafi verið „eðlileg“ þegar …
Athugasemdir