
Þegar kommúnistastjórn Leníns í Rússlandi sigraðist á hættulegasta andstæðingi sínum, hvítliðaforingjanum Koltsjak, í janúar 1920 þurftu fjendur kommúnista þar eystra að horfast í augu við að líklega yrði ekki við þeim hróflað á næstunni. Og í þeim sama mánuði kallaði til dæmis stjórn Wilsons Bandaríkjaforseta heim herlið sem hún hafði sent til Síberíu til að reyna að hemja Lenín. Wilson og dómsmálaráðherra hans, A. Mitchell Palmer, huguðu líka að hættum heima fyrir. Snemma í mánuðinum voru þúsundir innflytjenda handteknir og mörgum vísað úr landi vegna grunsemda um að þeir væru kommúnistar eða stjórnleysingjar, ef ekki beinlínis á snærum Leníns.
Barist gegn kommúnistum – og brennivíni
Bandaríska lögreglan hafði þó í mörgu öðru að snúast því 16. janúar 1920 tóku bannlögin svokölluðu gildi. Þar var raunar um að ræða 18. viðbót við bandarísku stjórnarskrána og fól í sér að framleiðsla, flutningar og sala á áfengum drykkjum væri óheimil. Bannið var árangur …
Athugasemdir