Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Helga Vala segir Svandísi hóta læknum: „Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir heil­brigð­is­ráð­herra tala eins og Land­spít­al­inn sé „gælu­verk­efni lækna“.

Helga Vala segir Svandísi hóta læknum: „Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“
Helga Vala Helgadóttir og Svandís Svavarsdóttir Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir orð ráðherra.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að sér finnist orð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á fundi læknaráðs Landspítalans í gær mjög alvarleg. „„Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“ var sagt í mín eyru af starfsmanni spítalans í morgun,“ skrifar Helga Vala á Facebook í dag. „Ég trúi þeim, enda hef ég orðið vitni að þessu af eigin raun.“

Á fundinum, sem Stundin hefur birt myndbandsupptöku af, sagði Svandís að læknar hefðu verið að „tala spítalann niður“ og gefa út ályktanir á færibandi um ástandi á bráðamóttöku Landspítalans. „Orð eru til alls fyrst og þess vegna hef ég sagt að ég mundi vilja eiga fleiri hauka í horni þar sem eru læknar,“ sagði Svandís.

Helga Vala segist trúa starfsmönnum þegar þeir lýsi ástandinu. „Mér finnst mjög alvarlegt mál að heilbrigðisráðherra segi það „áskorun að standa með Landspítala“ þegar starfsfólk spítalans, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir lýsa raunveruleikanum innan spítalans,“ skrifar Helga Vala á Facebook í dag. „Mér finnst mjög alvarlegt að heilbrigðisráðherra með þessum orðum sínum láti eins og þjóðarsjúkrahúsið sé eitthvað gæluverkefni lækna? Ástandinu hefur verið lýst sem hættuástandi og starfsfólkið sinnir störfum sínum langt umfram bestu getu að mínu mati. Það að hún leyfi sér að hóta starfsfólkinu með þessum hætti veldur mér gríðarlegum vonbrigðum og ég óttast það að ríkisstjórnin ætli sér ekki að bregðast við því neyðarástandi sem er þarna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár