Helga Vala segir Svandísi hóta læknum: „Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir heil­brigð­is­ráð­herra tala eins og Land­spít­al­inn sé „gælu­verk­efni lækna“.

Helga Vala segir Svandísi hóta læknum: „Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“
Helga Vala Helgadóttir og Svandís Svavarsdóttir Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir orð ráðherra.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að sér finnist orð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á fundi læknaráðs Landspítalans í gær mjög alvarleg. „„Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“ var sagt í mín eyru af starfsmanni spítalans í morgun,“ skrifar Helga Vala á Facebook í dag. „Ég trúi þeim, enda hef ég orðið vitni að þessu af eigin raun.“

Á fundinum, sem Stundin hefur birt myndbandsupptöku af, sagði Svandís að læknar hefðu verið að „tala spítalann niður“ og gefa út ályktanir á færibandi um ástandi á bráðamóttöku Landspítalans. „Orð eru til alls fyrst og þess vegna hef ég sagt að ég mundi vilja eiga fleiri hauka í horni þar sem eru læknar,“ sagði Svandís.

Helga Vala segist trúa starfsmönnum þegar þeir lýsi ástandinu. „Mér finnst mjög alvarlegt mál að heilbrigðisráðherra segi það „áskorun að standa með Landspítala“ þegar starfsfólk spítalans, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir lýsa raunveruleikanum innan spítalans,“ skrifar Helga Vala á Facebook í dag. „Mér finnst mjög alvarlegt að heilbrigðisráðherra með þessum orðum sínum láti eins og þjóðarsjúkrahúsið sé eitthvað gæluverkefni lækna? Ástandinu hefur verið lýst sem hættuástandi og starfsfólkið sinnir störfum sínum langt umfram bestu getu að mínu mati. Það að hún leyfi sér að hóta starfsfólkinu með þessum hætti veldur mér gríðarlegum vonbrigðum og ég óttast það að ríkisstjórnin ætli sér ekki að bregðast við því neyðarástandi sem er þarna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár