Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Helga Vala segir Svandísi hóta læknum: „Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir heil­brigð­is­ráð­herra tala eins og Land­spít­al­inn sé „gælu­verk­efni lækna“.

Helga Vala segir Svandísi hóta læknum: „Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“
Helga Vala Helgadóttir og Svandís Svavarsdóttir Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir orð ráðherra.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að sér finnist orð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á fundi læknaráðs Landspítalans í gær mjög alvarleg. „„Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“ var sagt í mín eyru af starfsmanni spítalans í morgun,“ skrifar Helga Vala á Facebook í dag. „Ég trúi þeim, enda hef ég orðið vitni að þessu af eigin raun.“

Á fundinum, sem Stundin hefur birt myndbandsupptöku af, sagði Svandís að læknar hefðu verið að „tala spítalann niður“ og gefa út ályktanir á færibandi um ástandi á bráðamóttöku Landspítalans. „Orð eru til alls fyrst og þess vegna hef ég sagt að ég mundi vilja eiga fleiri hauka í horni þar sem eru læknar,“ sagði Svandís.

Helga Vala segist trúa starfsmönnum þegar þeir lýsi ástandinu. „Mér finnst mjög alvarlegt mál að heilbrigðisráðherra segi það „áskorun að standa með Landspítala“ þegar starfsfólk spítalans, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir lýsa raunveruleikanum innan spítalans,“ skrifar Helga Vala á Facebook í dag. „Mér finnst mjög alvarlegt að heilbrigðisráðherra með þessum orðum sínum láti eins og þjóðarsjúkrahúsið sé eitthvað gæluverkefni lækna? Ástandinu hefur verið lýst sem hættuástandi og starfsfólkið sinnir störfum sínum langt umfram bestu getu að mínu mati. Það að hún leyfi sér að hóta starfsfólkinu með þessum hætti veldur mér gríðarlegum vonbrigðum og ég óttast það að ríkisstjórnin ætli sér ekki að bregðast við því neyðarástandi sem er þarna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár