Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Helga Vala segir Svandísi hóta læknum: „Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir heil­brigð­is­ráð­herra tala eins og Land­spít­al­inn sé „gælu­verk­efni lækna“.

Helga Vala segir Svandísi hóta læknum: „Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“
Helga Vala Helgadóttir og Svandís Svavarsdóttir Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir orð ráðherra.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að sér finnist orð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á fundi læknaráðs Landspítalans í gær mjög alvarleg. „„Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“ var sagt í mín eyru af starfsmanni spítalans í morgun,“ skrifar Helga Vala á Facebook í dag. „Ég trúi þeim, enda hef ég orðið vitni að þessu af eigin raun.“

Á fundinum, sem Stundin hefur birt myndbandsupptöku af, sagði Svandís að læknar hefðu verið að „tala spítalann niður“ og gefa út ályktanir á færibandi um ástandi á bráðamóttöku Landspítalans. „Orð eru til alls fyrst og þess vegna hef ég sagt að ég mundi vilja eiga fleiri hauka í horni þar sem eru læknar,“ sagði Svandís.

Helga Vala segist trúa starfsmönnum þegar þeir lýsi ástandinu. „Mér finnst mjög alvarlegt mál að heilbrigðisráðherra segi það „áskorun að standa með Landspítala“ þegar starfsfólk spítalans, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir lýsa raunveruleikanum innan spítalans,“ skrifar Helga Vala á Facebook í dag. „Mér finnst mjög alvarlegt að heilbrigðisráðherra með þessum orðum sínum láti eins og þjóðarsjúkrahúsið sé eitthvað gæluverkefni lækna? Ástandinu hefur verið lýst sem hættuástandi og starfsfólkið sinnir störfum sínum langt umfram bestu getu að mínu mati. Það að hún leyfi sér að hóta starfsfólkinu með þessum hætti veldur mér gríðarlegum vonbrigðum og ég óttast það að ríkisstjórnin ætli sér ekki að bregðast við því neyðarástandi sem er þarna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár