Kjarninn í ákæruatriðunum yfir sexmenningunum í Namibíu, sem vændir eru um mútuþægni, er að þeir hafi misnotað pólitíska stöðu sína í landinu, gegn greiðslum, til að tryggja Samherja fiskveiðikvóta sem íslenska útgerðin hefði annars ekki fengið úthlutaðan.
Um var að ræða hestamakrílskvóta upp á 55 þúsund tonn sem félagið Namgomar Pesca fékk á grundvelli samstarfssamnings á milli Namibíu og Angóla sem gerður var gagngert til þess að Samherji gæti fengið umræddan kvóta. Þessi viðskipti ganga undir nafninu Namgomar-viðskiptin.
Þessi kjarni dómstólahliðar Namibíumálsins, sem lesa má um í yfirlýsingu ríkissaksóknarans í Namibíu, Olyviu Martha Iwalva, sem lögð var fyrir dóm í Namibíu í desember, fer þvert gegn einu helsta atriðinu í þeirri málsvörn sem Samherji hefur hingað til beitt fyrir sig í málinu eftir að Kveikur, Stundin og Al-Jazeera fjölluðu um það á grundvelli gagna frá Wikileaks. …
Athugasemdir