Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslenska ríkið má ekki banna heimsóknir til flóttafólks

Út­lend­inga­stofn­un lagði ár­ið 2016 blátt bann við heim­sókn­um fjöl­miðla­manna á heim­ili flótta­fólks og hæl­is­leit­enda. Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið lagði bless­un sína yf­ir verklag­ið og sagði það stuðla að mann­úð. Ung­verska rík­ið hlaut ný­lega dóm fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu vegna sam­bæri­legr­ar fjöl­miðlatálm­un­ar.

Íslenska ríkið má ekki banna heimsóknir til flóttafólks
Dómsmálaráðherra Innanríkisráðuneytið lagði blessun sína yfir heimsóknarbann Útlendingastofnunar í ráðherratíð Ólafar Nordal. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nú dómsmálaráðherra, en Útlendingastofnuna hefur gefið það út að bannið verði tekið til endurskoðunar. Mynd: xd.is

Ríkjum ber að veita blaðamönnum aðgang að móttökumiðstöðvum hælisleitenda og flóttafólks. Bann við slíkum heimsóknum brýtur í bága við 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um að sérhver maður eigi rétt til tjáningarfrelsis án afskipta stjórnvalda. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt dómi sem féll nýverið í máli sem ungverski blaðamaðurinn Illés Szurovecz höfðaði gegn ungverska ríkinu. Dómurinn leggur áherslu á að fjölmiðlafrelsið hvíli á rétti blaðamanna til þess að kanna aðstæður frá fyrstu hendi. Það sé ekki síst mikilvægt þegar fjallað sé um aðbúnað og aðstæður undirsettra og berskjaldaðra hópa. Viðvera fjölmiðla á vettvangi tryggi að hægt sé að láta yfirvöld svara fyrir þær aðstæður sem þau skapa fólki í bágri stöðu. Allir dómarar dómsins voru á einu máli.

Meinaður aðgangurUngverskum blaðamanni var meinað að heimsækja móttökumiðstöð í Ungverjalandi á hápunkti flóttamannakrísunnar. Ungverska ríkið braut á tjáningarfrelsi hans með því að banna honum að heimsækja búðirnar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlabann Útlendingastofnunar

Innanríkisráðuneytið samþykkir að banna sjálfboðaliðum að heimsækja flóttafólk
FréttirFjölmiðlabann Útlendingastofnunar

Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið sam­þykk­ir að banna sjálf­boða­lið­um að heim­sækja flótta­fólk

Sam­kvæmt ný­leg­um heim­sókn­ar­regl­um Út­lend­inga­stofn­un­ar mega hvorki sjálf­boða­lið­ar né fjöl­miðla­fólk heim­sækja flótta­fólk á heim­il­um þeirra. Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið ger­ir eng­ar at­huga­semd­ir við regl­urn­ar og seg­ir þær mik­il­væg­an lið í þeirri stefnu að hafa mann­úð að leið­ar­ljósi í mál­efn­um út­lend­inga.
Banna hælisleitendum að tala við fjölmiðla til að „vernda friðhelgi einkalífs þeirra“
FréttirFjölmiðlabann Útlendingastofnunar

Banna hæl­is­leit­end­um að tala við fjöl­miðla til að „vernda frið­helgi einka­lífs þeirra“

Út­lend­inga­stofn­un legg­ur blátt bann við við­töl­um fjöl­miðla­fólks við flótta­fólk á heim­il­um þeirra. Regl­urn­ar eiga sér ekki stoð í al­menn­um lög­um en upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar vís­ar í ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar um frið­helgi einka­lífs og heim­il­is máli sínu til stuðn­ings. Hann þver­tek­ur fyr­ir að með þessu sé veg­ið að tján­ing­ar­frelsi íbúa. Verk­efna­stjóri hæl­is­sviðs hjá Út­lend­inga­stofn­un lík­ir við­tali þátta­stjórn­enda Hæps­ins við hæl­is­leit­end­ur Arn­ar­holti við hús­brot.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár