Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Innanríkisráðuneytið samþykkir að banna sjálfboðaliðum að heimsækja flóttafólk

Sam­kvæmt ný­leg­um heim­sókn­ar­regl­um Út­lend­inga­stofn­un­ar mega hvorki sjálf­boða­lið­ar né fjöl­miðla­fólk heim­sækja flótta­fólk á heim­il­um þeirra. Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið ger­ir eng­ar at­huga­semd­ir við regl­urn­ar og seg­ir þær mik­il­væg­an lið í þeirri stefnu að hafa mann­úð að leið­ar­ljósi í mál­efn­um út­lend­inga.

Innanríkisáðuneytið telur ekki að nýlegar heimsóknarreglur Útlendingastofnunar takmarki aðgengi flóttafólks að fjölmiðlum eða til samskipta við samfélagið almennt. Þvert á móti telur ráðuneytið að með því að meina fjölmiðlafólki og sjálfboðaliðum að heimsækja hælisleitendur sé verið að stuðla að því að koma mannúðlega fram við skjólstæðinga stofnunarinnar. Þetta kemur fram í svari Þorleifs Óskarssonar, sérfræðings hjá innanríkisráðuneytinu, við skriflegri fyrirspurn Stundarinnar.

Reglurnar kveða meðal annars á um blátt bann við heimsóknum sjálfboðaliða og fjölmiðlafólks á heimili hælisleitenda. Útlendingastofnun hefur gefið það út að þetta sé gert til þess „að vernda friðhelgi einkalífs“ flóttafólks. Innanríkisráðuneytið gerir engar athugasemdir við þennan rökstuðning Útlendingstofnunar en viðurkennir að hafa hvorki yfirfarið starfsreglur né verklag stofnunarinnar í málinu.

Strangar heimsóknarreglur
Strangar heimsóknarreglur Kristín Völundardóttir er forstjóri Útlendingastofnunar en stofnunin hefur sett á fót strangar heimsóknarreglur sem meina sjálfboðaliðum og fjölmiðlafólki að heimsækja flóttafólk á heimilum sínum.

Talar um mikilvæg mannúðarsjónarmið

Líkt og Stundin greindi frá hér, leggur Útlendingastofnun blátt bann við því að hælisleitendur, sem hýstir eru í húsnæði undir forræði stofnunarinnar, veiti fjölmiðlafólki viðtöl á heimilum sínum. Þá hefur sjálfboðaliðum einnig verið meinaður aðgangur að þeim heimilum hælisleitenda sem eru undir forræði Útlendingastofnunar. Þessar reglur voru settar til þess „að vernda friðhelgi einkalífs“ hælisleitenda, að því er fram kom í svari Þórhildar Óskar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, við fyrirspurn Stundarinnar, sem birt hefur verið á vef Útlendingastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlabann Útlendingastofnunar

Íslenska ríkið má ekki banna heimsóknir til flóttafólks
FréttirFjölmiðlabann Útlendingastofnunar

Ís­lenska rík­ið má ekki banna heim­sókn­ir til flótta­fólks

Út­lend­inga­stofn­un lagði ár­ið 2016 blátt bann við heim­sókn­um fjöl­miðla­manna á heim­ili flótta­fólks og hæl­is­leit­enda. Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið lagði bless­un sína yf­ir verklag­ið og sagði það stuðla að mann­úð. Ung­verska rík­ið hlaut ný­lega dóm fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu vegna sam­bæri­legr­ar fjöl­miðlatálm­un­ar.
Banna hælisleitendum að tala við fjölmiðla til að „vernda friðhelgi einkalífs þeirra“
FréttirFjölmiðlabann Útlendingastofnunar

Banna hæl­is­leit­end­um að tala við fjöl­miðla til að „vernda frið­helgi einka­lífs þeirra“

Út­lend­inga­stofn­un legg­ur blátt bann við við­töl­um fjöl­miðla­fólks við flótta­fólk á heim­il­um þeirra. Regl­urn­ar eiga sér ekki stoð í al­menn­um lög­um en upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar vís­ar í ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar um frið­helgi einka­lífs og heim­il­is máli sínu til stuðn­ings. Hann þver­tek­ur fyr­ir að með þessu sé veg­ið að tján­ing­ar­frelsi íbúa. Verk­efna­stjóri hæl­is­sviðs hjá Út­lend­inga­stofn­un lík­ir við­tali þátta­stjórn­enda Hæps­ins við hæl­is­leit­end­ur Arn­ar­holti við hús­brot.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár