Útlendingastofnun leggur blátt bann við því að hælisleitendur, sem hýstir eru í húsnæði undir forræði stofnunarinnar, veiti fjölmiðlafólki viðtöl á heimilum sínum. Þá er þeim með öllu bannað að taka á móti gestum. Þetta er gert til þess „að vernda friðhelgi einkalífs þeirra“, að því er fram kemur í svari Þórhildar Óskar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, við fyrirspurn Stundarinnar, sem birt hefur verið á vef Útlendingastofnunar. 73. grein stjórnarskrárinnar kveður á um að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en Þórhildur þvertekur fyrir það að þessar reglur stofnunarinnar setji tjáningafrelsi hælisleitenda skorður.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Banna hælisleitendum að tala við fjölmiðla til að „vernda friðhelgi einkalífs þeirra“
Útlendingastofnun leggur blátt bann við viðtölum fjölmiðlafólks við flóttafólk á heimilum þeirra. Reglurnar eiga sér ekki stoð í almennum lögum en upplýsingafulltrúi stofnunarinnar vísar í ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs og heimilis máli sínu til stuðnings. Hann þvertekur fyrir að með þessu sé vegið að tjáningarfrelsi íbúa. Verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun líkir viðtali þáttastjórnenda Hæpsins við hælisleitendur Arnarholti við húsbrot.
Athugasemdir