Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Graflax greindist með listeríu - neytendur beðnir að skila vörunni

Graflax frá Ópal Sjáv­ar­fangi í Hafnar­firði greind­ist með listeríu og eru neyt­end­ur beðn­ir að skila vör­unni.

Graflax greindist með listeríu - neytendur beðnir að skila vörunni
Lotan sem um ræðir Lota númer 01.40.49 af graflaxi frá Ópal Sjávarfangi hefur verið innkölluð vegna greiningu á listeríu. Mynd: MAST

Graflax frá Ópal Sjávarfangi í Hafnarfirði hefur verið innkallaður vegna greiningu á bakteríunni listeríu, sem getur stofnað lífi fólks með skert ónæmiskerfi í hættu og ógnar velferð óléttra kvenna og ungra barna.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun rétt í þessu kemur fram að um sé að ræða lotu númer  01.40.49. Neytendur sem keypt hafa vöruna eru beðnir að skila henni til Ópals Sjávarfangs og fá endurgreiðslu. Hægt er að hafa samband í síma 517 66 30 eða með tölvupósti opal@opal.is til að fá frekari upplýsingar.

Aðdragandi þess að listerían greinist er að Matvælastofnun hefur haft Ópal Sjávarfang í sérstöku eftirliti eftir að listería greindist í vörum fyrirtækisins í byrjun árs. Frá því að Matvælastofnun greindi listeríuna í desember hafa átt sér stað úrbótaraðgerðir og listería ekki greinst aftur í innra eftirliti félagsins. 

„Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.“

Fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar að listeria monocytogenes geti orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum. Einkennin eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum hjá einstaklingum sem eru með skert ónæmiskerfi getur bakterían valdið dauða.

Hins vegar veldur bakterían sjúkdómi í fæstum heilbrigðum einstaklingum. „Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár