Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Graflax greindist með listeríu - neytendur beðnir að skila vörunni

Graflax frá Ópal Sjáv­ar­fangi í Hafnar­firði greind­ist með listeríu og eru neyt­end­ur beðn­ir að skila vör­unni.

Graflax greindist með listeríu - neytendur beðnir að skila vörunni
Lotan sem um ræðir Lota númer 01.40.49 af graflaxi frá Ópal Sjávarfangi hefur verið innkölluð vegna greiningu á listeríu. Mynd: MAST

Graflax frá Ópal Sjávarfangi í Hafnarfirði hefur verið innkallaður vegna greiningu á bakteríunni listeríu, sem getur stofnað lífi fólks með skert ónæmiskerfi í hættu og ógnar velferð óléttra kvenna og ungra barna.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun rétt í þessu kemur fram að um sé að ræða lotu númer  01.40.49. Neytendur sem keypt hafa vöruna eru beðnir að skila henni til Ópals Sjávarfangs og fá endurgreiðslu. Hægt er að hafa samband í síma 517 66 30 eða með tölvupósti opal@opal.is til að fá frekari upplýsingar.

Aðdragandi þess að listerían greinist er að Matvælastofnun hefur haft Ópal Sjávarfang í sérstöku eftirliti eftir að listería greindist í vörum fyrirtækisins í byrjun árs. Frá því að Matvælastofnun greindi listeríuna í desember hafa átt sér stað úrbótaraðgerðir og listería ekki greinst aftur í innra eftirliti félagsins. 

„Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.“

Fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar að listeria monocytogenes geti orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum. Einkennin eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum hjá einstaklingum sem eru með skert ónæmiskerfi getur bakterían valdið dauða.

Hins vegar veldur bakterían sjúkdómi í fæstum heilbrigðum einstaklingum. „Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár