Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Graflax greindist með listeríu - neytendur beðnir að skila vörunni

Graflax frá Ópal Sjáv­ar­fangi í Hafnar­firði greind­ist með listeríu og eru neyt­end­ur beðn­ir að skila vör­unni.

Graflax greindist með listeríu - neytendur beðnir að skila vörunni
Lotan sem um ræðir Lota númer 01.40.49 af graflaxi frá Ópal Sjávarfangi hefur verið innkölluð vegna greiningu á listeríu. Mynd: MAST

Graflax frá Ópal Sjávarfangi í Hafnarfirði hefur verið innkallaður vegna greiningu á bakteríunni listeríu, sem getur stofnað lífi fólks með skert ónæmiskerfi í hættu og ógnar velferð óléttra kvenna og ungra barna.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun rétt í þessu kemur fram að um sé að ræða lotu númer  01.40.49. Neytendur sem keypt hafa vöruna eru beðnir að skila henni til Ópals Sjávarfangs og fá endurgreiðslu. Hægt er að hafa samband í síma 517 66 30 eða með tölvupósti opal@opal.is til að fá frekari upplýsingar.

Aðdragandi þess að listerían greinist er að Matvælastofnun hefur haft Ópal Sjávarfang í sérstöku eftirliti eftir að listería greindist í vörum fyrirtækisins í byrjun árs. Frá því að Matvælastofnun greindi listeríuna í desember hafa átt sér stað úrbótaraðgerðir og listería ekki greinst aftur í innra eftirliti félagsins. 

„Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.“

Fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar að listeria monocytogenes geti orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum. Einkennin eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum hjá einstaklingum sem eru með skert ónæmiskerfi getur bakterían valdið dauða.

Hins vegar veldur bakterían sjúkdómi í fæstum heilbrigðum einstaklingum. „Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár