Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tilkynnti Þórhildi Sunnu til Evrópuráðsþingsins vegna ummæla um sig

Ásmund­ur Frið­riks­son vill að Evr­ópu­ráðs­þing­ið grípi til að­gerða gegn Þór­hildi Sunnu Æv­ars­dótt­ur vegna þeirr­ar nið­ur­stöðu siðanefnd­ar Al­þing­is að hún hafi gerst brot­leg. Sagði hún að uppi væri rök­studd­ur grun­ur um að Ásmund­ur hefði dreg­ið sér fé vegna akst­urs­kostn­að­ar.

Tilkynnti Þórhildi Sunnu til Evrópuráðsþingsins vegna ummæla um sig
Ásmundur Friðriksson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Þingmennirnir hafa tekist á um aksturskostnað.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem hann lætur vita af broti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á siðareglum Alþingis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í vor að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn þegar hún sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Forsætisnefnd féllst í kjölfarið á niðurstöðu nefndarinnar.

Þegar Þórhildur Sunna lét ummælin falla lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl þrátt fyrir að reglur um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl og siðareglur leggi þá skyldu á herðar þingmönnum að sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld sé „í fullkomnu samræmi“ við reglur um þingfararkostnað. Sjálfur hefur Ásmundur viðurkennt að hluti af endurgreiðslunum hafi „orkað tvímælis“ og endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk vegna ferða um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Ásmundur sendi bréfið 9. desember síðstliðinn til Evrópuráðsþingsins og stílaði það á Liliane Maury Pasquier, forseta þingsins. „Mér finnst mikilvægt að gera viðvart um þessi brot þingmannsins,“ segir Ásmundur við Morgunblaðið. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar.“

Vill Ásmundur einnig að Evrópuráðsþingið íhugi aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu, sem er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar þess. „Evrópuráðsþingið hefur ítrekað lagt mikla áherslu á það við aðildarríki sín að þau setji siðareglur fyrir alþingismenn sem feli jafnframt í sér viðurlög. Þá hefur Evrópuráðsþingið sjálft sett sér siðareglur þar sem kveðið er á um viðurlög við brotum, til dæmis skerðingu réttinda innan þingsins,“ segir Ásmundur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár