Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bílastæðaappið Leggja selt alþjóðlegu fyrirtæki og verður lagt niður

Kaup­verð Ea­syPark á þjón­ust­unni frá er trún­að­ar­mál. Leggja-app­inu verð­ur skipt út.

Bílastæðaappið Leggja selt alþjóðlegu fyrirtæki og verður lagt niður
Umferðin Kaupverð á Leggja appinu er trúnaðarmál. Mynd: Shutterstock

EasyPark, alþjóðlegt fyrirtæki sem sinnir tæknilausnum í bílastæðamálum í yfir 1.300 borgum í 18 löndum, hefur keypt Leggja-appið af fyrirtækinu Já. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Vilborgar Helgu Harðardóttur, forstjóra Já.

Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að Leggja-appið muni virka áfram, en á næstu mánuðum muni viðskiptavinir fá boð um að skipta yfir í EasyPark-appið. Fram að því muni notendur ekki finna fyrir neinni breytingu og Leggja-appið muni einnig virka áfram „fyrstu mánuðina meðan skiptin ganga í gegn“.

Stundin hefur áður fjallað um Leggja-appið sem Já keypti á 60 milljónir króna árið 2017 af því sem ráða má af ársreikningum. Appið gerir fólki mögulegt að greiða í stöðumæla í Reykjavík með símunum sínum, en Bílastæðasjóður hefur ekki haft til skoðunar að hanna eigið app. Hönnuður Leggja, Hreinn Gústavsson, var í framhaldi sölunnar ráðinn sem sviðsstjóri vöru- og viðskiptaþróunar hjá Já og hefur ekki viljað staðfesta kaupverðið.

Leggja-appið heldur eftir 2,5 prósentum af öllum stöðugjöldum sem innheimt eru fyrir Bílastæðasjóð til að mæta kostnaði. Notendur greiða auk þess mánaðargjald upp á 529 krónur eða 95 króna þjónustugjald fyrir hvert skipti sem bíl er lagt. Til að setja upphæðina í samhengi jafngildir þjónustugjaldið 50 prósenta álagi á stöðugjald sé bifreið lagt í einn klukkutíma á gjaldsvæðum P2, P3 eða P4 í Reykjavík.

Samningur hefur verið í gildi á milli Bílastæðasjóðs og Leggja með ýmsum skilmálum. Síðan appið kom til sögunnar hafa gömlu stöðumælarnir verið teknir úr umferð. Í staðinn komu mælar sem taka við greiðslukortum ásamt mynt, en þeim fer fækkandi líka.

Í samtali við Stundina sagði Vilborg kaupverð EasyPark vera trúnaðarmál. „Við erum mjög stolt af Leggja og þökkum landsmönnum afar jákvæðar viðtökur,“ segir hún. „Með kaupum EasyPark á Leggja verður viðskiptavinum boðið upp á að nýta sömu þjónustu víðar sem auðveldar landsmönnum að leggja í útlöndum og sömuleiðis ferðamönnum að leggja hérlendis. EasyPark er leiðandi á þessu sviði með lausn og þjónustu í stöðugri þróun sem Íslendingar munu njóta góðs af. Þetta er því mjög spennandi breyting fyrir viðskiptavini Leggja.”

Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að Leggja-appið væri það eina sem hefur gert samning við Bílastæðasjóð. Hið rétta er að síðan í haust hafa bæst við að minnsta kosti tveir samkeppnisaðilar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár