Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bílastæðaappið Leggja selt alþjóðlegu fyrirtæki og verður lagt niður

Kaup­verð Ea­syPark á þjón­ust­unni frá er trún­að­ar­mál. Leggja-app­inu verð­ur skipt út.

Bílastæðaappið Leggja selt alþjóðlegu fyrirtæki og verður lagt niður
Umferðin Kaupverð á Leggja appinu er trúnaðarmál. Mynd: Shutterstock

EasyPark, alþjóðlegt fyrirtæki sem sinnir tæknilausnum í bílastæðamálum í yfir 1.300 borgum í 18 löndum, hefur keypt Leggja-appið af fyrirtækinu Já. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Vilborgar Helgu Harðardóttur, forstjóra Já.

Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að Leggja-appið muni virka áfram, en á næstu mánuðum muni viðskiptavinir fá boð um að skipta yfir í EasyPark-appið. Fram að því muni notendur ekki finna fyrir neinni breytingu og Leggja-appið muni einnig virka áfram „fyrstu mánuðina meðan skiptin ganga í gegn“.

Stundin hefur áður fjallað um Leggja-appið sem Já keypti á 60 milljónir króna árið 2017 af því sem ráða má af ársreikningum. Appið gerir fólki mögulegt að greiða í stöðumæla í Reykjavík með símunum sínum, en Bílastæðasjóður hefur ekki haft til skoðunar að hanna eigið app. Hönnuður Leggja, Hreinn Gústavsson, var í framhaldi sölunnar ráðinn sem sviðsstjóri vöru- og viðskiptaþróunar hjá Já og hefur ekki viljað staðfesta kaupverðið.

Leggja-appið heldur eftir 2,5 prósentum af öllum stöðugjöldum sem innheimt eru fyrir Bílastæðasjóð til að mæta kostnaði. Notendur greiða auk þess mánaðargjald upp á 529 krónur eða 95 króna þjónustugjald fyrir hvert skipti sem bíl er lagt. Til að setja upphæðina í samhengi jafngildir þjónustugjaldið 50 prósenta álagi á stöðugjald sé bifreið lagt í einn klukkutíma á gjaldsvæðum P2, P3 eða P4 í Reykjavík.

Samningur hefur verið í gildi á milli Bílastæðasjóðs og Leggja með ýmsum skilmálum. Síðan appið kom til sögunnar hafa gömlu stöðumælarnir verið teknir úr umferð. Í staðinn komu mælar sem taka við greiðslukortum ásamt mynt, en þeim fer fækkandi líka.

Í samtali við Stundina sagði Vilborg kaupverð EasyPark vera trúnaðarmál. „Við erum mjög stolt af Leggja og þökkum landsmönnum afar jákvæðar viðtökur,“ segir hún. „Með kaupum EasyPark á Leggja verður viðskiptavinum boðið upp á að nýta sömu þjónustu víðar sem auðveldar landsmönnum að leggja í útlöndum og sömuleiðis ferðamönnum að leggja hérlendis. EasyPark er leiðandi á þessu sviði með lausn og þjónustu í stöðugri þróun sem Íslendingar munu njóta góðs af. Þetta er því mjög spennandi breyting fyrir viðskiptavini Leggja.”

Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að Leggja-appið væri það eina sem hefur gert samning við Bílastæðasjóð. Hið rétta er að síðan í haust hafa bæst við að minnsta kosti tveir samkeppnisaðilar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár