Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ritstjóri Wikileaks svarar ásökunum nýs forstjóra Samherja

For­stjóri Sam­herja tel­ur tor­kenni­legt að Wiki­leaks hafi ekki birt alla tölvu­pósta Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar upp­ljóstr­ara. Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, seg­ir suma póst­ana hafa innifal­ið per­sónu­upp­lýs­ing­ar sem vörð­uðu ekki vafa­sama starf­semi Sam­herja.

Ritstjóri Wikileaks svarar ásökunum nýs forstjóra Samherja
Kristinn Hrafnsson Ritstjóri Wikileaks býður Samherja að senda frekari gögn til birtingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

„WikiLeaks hefur fleiri pósta en þá sem þegar eru birtir,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í svari sínu til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja, vegna yfirlýsinga Samherja um að Wikileaks hafi ekki birt alla tölvupósta Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara og fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins í Namibíu.

Uppljóstranir Jóhannesar og gögn sem lúta að þeim hafa sýnt fram á meira en milljarðs króna millifærslur til mútuþega innan stjórnkerfis og stjórnmála í Namibíu sem titlaðir voru ráðgjafar. Þar af fór stór hluti millifærslna fram í gegnum aflandsfélög Samherja á Kýpur inn á aflandsreikninga mútuþeganna. Fjallað var um málið í Stundinni, í Kveik á Rúv og í fréttaskýringaþætti Al Jazeera.

Sögðu tölvupósta handvalda

Samherji sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem gert var að umtalsefni að torkennilegt væri að allir tölvupóstar Jóhannesar hefðu ekki verið birtir.

Forstjóri SamherjaBjörgólfur Jóhannsson var stjórnarformaður Íslandsstofu, sem markaðssetur Ísland erlendis, þegar hann ákvað að taka við stöðu forstjóra Samherja, enda var hann í stjórn félagsins.

„Sú aðferð sem hér hefur verið beitt, að handvelja tölvupósta, hlýtur að vekja upp fleiri spurningar en hún svarar. Hvert var efni þeirra pósta sem ekki voru birtir? Hvers vegna voru þau tímabil sem um ræðir valin en ekki allt tímabilið? Er ósamræmi í þeim gögnum sem var sleppt og þeim sem hingað til hefur verið fjallað um?“

Þá sagði í yfirlýsingu Samherja að spurning vaknaði hvort aðeins hefði hluti myndarinnar sést vegna takmarkaðrar birtingar tölvupósta.

„Sú staðreynd að 58% af tölvupóstunum voru aldrei birt hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem telja að frásögn Jóhannesar Stefánssonar sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þeir fjölmiðlar sem fjallað hafa um málið þurfa líka að velta fyrir sér hvort þeir hafi aðeins séð þau gögn sem styðja frásögn heimildarmannsins en ekki heildarmyndina.“

Tillitssemi við almenna starfsmenn

Kristinn segir í svari sínu á Facebook að rangt sé að Jóhannes hafi aðeins afhent hluta af tölvupóstum sínum til Wikileaks. Hann segir jafnframt að forsendur birtingarinnar hefðu verið kynntar í upphafi birtingar. „Þá strax var gefið út að WikiLeaks ætti eftir að birta fleiri gögn. Ég tók einnig þá ákvörðun að láta sigta út úr tölvupóstum og gögnum það sem ég taldi óþarfi að birta þar sem fjallað var meðal annars um nokkuð persónuleg mál núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja, upplýsingar eins og launagreiðslur, atvinnuleyfi með ítarupplýsingum, skönnuð vegabréf og fleira í þeim dúr. Hugmyndin að þessu var tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem ég er viss um að eru upp til hópa sómafólk,“ segir Kristinn. 

„Hugmyndin að þessu var tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem ég er viss um að eru upp til hópa sómafólk.“

Kristinn beinir orðum sínum beint til Björgólfs. „Í þeim gögnum sem enn eru óbirt eru einnig upplýsingar um rekstrarþætti sem teljast ekki óeðlilegir svo sem viðskipti við birgja, söluaðila ogsvfrv. Það er erfitt að lesa orðsendingu þína til starfsmanna öðruvísi en sem hvatningu til WikiLeaks að birta öll þau gögn sem óbirt eru. Það er raunar ekkert því til fyrirstöðu en þó vildi ég fyrst ganga úr skugga um að þú hefðir afdráttarlausan stuðning og heimild núverandi og fyrrverandi starfsmanna svo og viðskiptamanna Samherja til að leggja fram slíka hvatningu eða beiðni. Þú lætur mig kannski vita afdráttarlaust hvort sú er raunin.“

Fyrirvari um hagsmuni: Stundin vann umfjöllun um mútugreiðslur og aflandsviðskipti Samherja í samstarfi við Wikileaks, Kveik og Al-Jazeera.

Færsla Kristins Hrafnssonar

„Athygli mín var vakin á bréfi sem þú sendir starfsmönnum Samherja og birtist á vef fyrirtækisins 5. desember s.l. Þar gerir þú að umtalsefni að Jóhannes Stefánsson hafi ekki afhent WikiLeaks nema hluta af tölvupóstum sínum úr vinnutölvu sem hann hafði. Þetta er rangt. WikiLeaks hefur fleiri pósta en þá sem þegar eru birtir en megináhersla var lögð á að birta strax þau gögn sem lágu til grundvallar greiningarvinnu þeirra blaðamanna, íslenskra og erlendra, sem unnið hafa fréttir á grunni gagnanna mánuðum saman.

Þá strax var gefið út að WikiLeaks ætti eftir að birta fleiri gögn.

Ég tók einnig þá ákvörðun að láta sigta út úr tölvupóstum og gögnum það sem ég taldi óþarfi að birta þar sem fjallað var meðal annars um nokkuð persónuleg mál núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja, upplýsingar eins og launagreiðslur, atvinnuleyfi með ítarupplýsingum, skönnuð vegabréf og fleira í þeim dúr. Hugmyndin að þessu var tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem ég er viss um að eru upp til hópa sómafólk.

Í þeim gögnum sem enn eru óbirt eru einnig upplýsingar um rekstrarþætti sem teljast ekki óeðlilegir svo sem viðskipti við birgja, söluaðila ogsvfrv.

Það er erfitt að lesa orðsendingu þína til starfsmanna öðruvísi en sem hvatningu til WikiLeaks að birta öll þau gögn sem óbirt eru. Það er raunar ekkert því til fyrirstöðu en þó vildi ég fyrst ganga úr skugga um að þú hefðir afdráttarlausan stuðning og heimild núverandi og fyrrverandi starfsmanna svo og viðskiptamanna Samherja til að leggja fram slíka hvatningu eða beiðni.

Þú lætur mig kannski vita afdráttarlaust hvort sú er raunin.

Eins er gert tortryggilegt að það vanti tímabil í tölvupósta Jóhannesar. Það er alveg mögulegt að einhverjir póstar hafi ekki hlaðist niður við uppfærslu af móðurtölvu Samherja á sínum tíma.

„Úr þessu má að sjálfsögðu bæta með því að Samherji láti okkur hafa alla þá pósta sem stafa frá og til vinnunetfangs Jóhannesar.“

Úr þessu má að sjálfsögðu bæta með því að Samherji láti okkur hafa alla þá pósta sem stafa frá og til vinnunetfangs Jóhannesar. Með því má bera saman gögnin og bæta svo þeim gögnum inn sem kunna að vanta í gagnagrunn Fishrot Files (Samherjaskjölin) þar sem þau verða þá greinanleg í leitarvél.

Þetta er þjónusta sem sjálfsagt er að veita fyrirtækinu og almenningi öllum, en vitaskuld með sömu formerkjum og að ofan greinir.

Hægt er að koma þessum gögnum til mín á USB lykli eða hreinlega með því að hlaða þeim niður á wikileaks.org/#submit.

Það er örygglega þekking innan fyrirtækisins til að koma gögnunum með þessum hætti til okkar því þetta er ekki flóknara en að hlaða myndbandsupptöku á youtube.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
2
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
3
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
6
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu