Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja hafna samningi ríkisins við þjóðkirkjuna

Þing­menn Við­reisn­ar og Sam­fylk­ing­ar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd vilja full­an að­skiln­að rík­is og kirkju. Telja þeir að nýr samn­ing­ur við kirkj­una muni leiða til hærri greiðslna til henn­ar en að óbreyttu.

Vilja hafna samningi ríkisins við þjóðkirkjuna
Jón Steindór Valdimarsson og Guðmundur Andri Thorsson Þingmennirnir vilja að Alþingi hafni frumvarpi um lagabreytingar vegna samningsins.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar,  vilja að Alþingi hafni frumvarpi um lagabreytingar vegna viðbótarsamnings ríkisins og þjóðkirkjunnar. Telja þeir að vegna áframhaldandi fækkunar í þjóðkirkjunni muni samningurinn tryggja henni hærri greiðslur en ef engu væri breytt. Fulltrúi Pírata vill einnig að frumvarpinu verði hafnað.

Samningurinn tryggir greiðslur úr ríkissjóði til þjóðkirkjunnar næstu 15 ár hið minnsta. Samkvæmt samningnum mun íslenska ríkið greiða árlega rúma 2,7 milljarða króna til þjóðkirkjunnar og tekur upphæðin breytingum í samræmi við verðlag og kjarasamninga BHM. Samningurinn hefur ekki áhrif á aðrar greiðslur til þjóðkirkjunnar sem lög kveða á um og er óháður öðrum tekjum sem þjóðkirkjan aflar sér.

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp þess efnis að breyta lögum í samræmi við ákvæði samningsins. Í áliti minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar leggja Jón Steindór og Guðmundur Andri til að frumvarpið verði ekki samþykkt. „Viðbótarsamningurinn var undirritaður af þremur ráðherrum, biskup Íslands og forseta kirkjuþings og var hvorki borinn undir Alþingi til samþykktar né synjunar,“ skrifa þeir í nefndaráliti. „Alþingi er þannig ekki ætluð önnur aðkoma að gerð viðbótarsamningsins en að tryggja að þær lagabreytingar sem leiði af samningnum nái fram ganga. Hins vegar bendir 1. minni hluti á að verði frumvarpið ekki að lögum væru forsendur samningsins brostnar og hann tæki ekki gildi. Enn fremur telur 1. minni hluti tilefni til að árétta að það er Alþingi sem fer með fjárveitingavaldið og verður því að telja afar óheppilegt að þingið hafi ekki fengið tækifæri til að koma að tilurð samnings sem varðar svo mikla fjárhagslega hagsmuni til svo langs tíma.“

„[V]erði frumvarpið ekki að lögum væru forsendur samningsins brostnar og hann tæki ekki gildi“

Þingmennirnir segja að með samningnum séu gerðar grundvallarbreytingar frá fyrra samkomulagi milli aðilanna. „Fallið er frá því, m.a. að miða framlag ríkisins við fjölda biskupa, prófasta, presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar og auk þess er afnumin tenging framlags ríkisins við fjölgun eða fækkun meðlima þjóðkirkjunnar. Í ljósi þess að meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað stöðugt á undanförnum áratug og útlit er fyrir að sú þróun muni halda áfram og starfsmönnum muni fækka samhliða hlýtur að teljast líklegt að afnám tengingar framlags við fjölda meðlima og starfsmanna feli í sér breytingar sem að öllum líkindum muni leiða til hærri útgjalda ríkissjóðs en ella.“

Leggja þeir því til að frumvarpið verði ekki samþykkt og vísa í þingsályktunartillögu frá 11 þingmönnum úr fjórum þingflokkum um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, sem nú liggur fyrir Alþingi. „1. minni hluti styður fullan aðskilnað ríkis og kirkju, þ.e. fjárhagslegan og lagalegan, og telur að margt í frumvarpinu og viljayfirlýsingu viðbótarsamningsins stuðli að slíkum aðskilnaði en telur framangreinda ágalla á viðbótarsamningnum svo veigamikla að 1. minni hluti geti ekki stutt frumvarpið og þar með á óbeinan hátt viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar,“ skrifa þingmennirnir.

Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, skilaði einnig inn áliti þar sem hann mælti með því að frumvarpið yrði ekki samþykkt og lýsti yfir stuðningi við aðskilnað. „Það er mat 2. minni hluta að með undirritun viðbótarsamningsins sé ríkisstjórnin að gæta hagsmuna þjóðkirkjunnar fremur en skattgreiðenda en eðlilegra væri að samningsmarkmið hennar væri að gera greiðslurnar sem samið var um með kirkjujarðarsamkomulaginu endanlegar. Það skýtur skökku við að ríkið skuli þurfa standa straum af gagngjaldi um ófyrirséða framtíð fyrir eignir sem ríkið hefur þegar fengið afhentar og greitt gjald fyrir í rúma tvo áratugi,“ segir í áliti Helga Hrafns.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár