Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rok í Reykjavík

Mik­ill mun­ur er á veðri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Vest­ast er ofsa­veð­ur eða fár­viðri, en stinn­ings­kaldi í miðri borg­inni.

„Aftakaveður“ gengur nú yfir landið allt. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðausturland til viðbótar við Norðvesturland og Strandir. 

Veðrinu er misskipt á höfuðborgarsvæðinu. Þannig mælist stinningskaldi eða 12 metrar á sekúndu á mæli Veðurstofunnar í Reykjavík, en ofsaveður á Seltjarnarnesi, eða 28 metrar á sekúndu. Þar mælist mesta hviða 37 metrar á sekúndu. Það jafngildir fárviðri, þar sem grjót getur fokið og kyrrstæðir bílar oltið, samkvæmt gömlu vindstigunum.

Sjór hefur gengið á land í Vesturbænum sem stendur við haf til norðurs. Þá hafa þakplötur fokið og rúður brotnað á Boðagranda.

Á höfuðborgarsvæðinu er búist við því að versta veðrið standi yfir frá 17 til 21 eða 22. 

Gert var ráð fyrir 14 til 30 metrum á sekúndu í Reykjavík og að mikill munur yrði á vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og úthverfum þess. 12 metrar á sekúndu telst stinningskaldi, samkvæmt gömlum vindstigunum, en 24-28 metrar á sekúndu rok og umfram það ofsaveður og loks fárviðri. Á Suðurnesi á Seltjarnarnesi mældist því ofsaveður klukkan 18.

Fáir eru á ferli í borginni.

Landsbjörg hefur farið í um 200 útköll um land allt í dag. Ofsaveður er víða á Norðvesturlandi og á Ströndum. Vindur hefur einnig náð 63 metrum á sekúndu við Skálafell í Mosfellsdal klukkan 18, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum, en Íslandsmetið í þriggja sekúndna vindhviðu er 74,5 metrar á sekúndu.

Hjólað í óveðrinuÞessi borgari kaus að hjóla við upphaf stormsins.
Sæbraut seinni partinnÓttast hafði verið að sjór gengi á land á Sæbrautinni.
Sjór gengur á land við ÁnanaustSærok liggur yfir Ánanaust milli Granda og Hringbrautar í Vesturbæ Reykjavíkur.
Sjór gengur yfirHáflóð í Reykjavík var um hálfsex í dag.
Sjór gengur yfirMyndbandið er tekið um klukkan hálfsex í dag við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur.

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum,  Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra að hækka viðbúnaðarstig af óvissustigi yfir á hættustig almannavarna  vegna óveðurs í samráði við Veðurstofu Íslands. Tekið var fram að veðrið væri ekki búið að ná hámarki en farið að hafa veruleg áhrif á samfélög þessara lögregluumdæma. Á Vestfjörðum er aðallega um að ræða Strandir í takt við rauða viðvörun Veðurstofunnar. Í tilkynningu almannavarna segir að búast megi við áframhaldandi óveðri og ófærð auk þess sem stórstreymt sé þessa daganna. Þá hefur ísing myndast á raflínum og valdið rafmagnsleysi.

Lesendur eru hvattir til að senda myndir og myndbönd á frett@stundin.is.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár