Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Frá­far­andi rík­is­lög­reglu­stjóri fær 57 millj­ón­ir króna fyr­ir 27 mán­aða tíma­bil þar sem að­eins er kraf­ist við­veru í 3 mán­uði. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra gerði við hann starfs­loka­samn­ing eft­ir að hafa hald­ið hon­um í starfi þrátt fyr­ir van­trausts­yf­ir­lýs­ingu und­ir­manna.

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf
Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri lætur af embætti skömmu eftir að þorri yfirmanna í lögreglunni lýstu vantrausti á hann. Mynd: Pressphotos.biz / Geirix

Við starfslok Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra tryggði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra honum áframhaldandi laun upp á 1.750.000 krónur á mánuði þar til hann nær 67 ára aldri.

Starfslokasamningur sem Áslaug Arna og Haraldur undirrituðu 28. nóvember hljóðar upp á að hann fái launagreiðslur í sem nemur 27 mánuðum eftir starfslok sem ríkislögreglustjóri. Á tímabilinu fær Haraldur rúmar 47 milljónir króna og er honum einungis skylt að hafa fasta viðveru í þrjá af þessum 27 mánuðum. Við það bætast tæplega 10 milljónir króna í launatengd gjöld.

Áhöld eru um hvort heimilt sé að gera slíka starfslokasamninga. Árið 2007 tók umboðsmaður Alþingis að eigin frumkvæði til athugunar heimildir forstöðumanna til að gera starfslokasamninga við starfsmenn sína. „Umboðsmaður taldi einnig óljóst hvort allir ríkisstarfsmenn ættu kost á starfslokasamningi eða hvort slíkir samningar stæðu einungis fáum til boða,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfslok ríkisstarfsmanna frá árinu 2011. „Í svari fjármálaráðuneytis kom fram að ekki …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár