Við starfslok Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra tryggði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra honum áframhaldandi laun upp á 1.750.000 krónur á mánuði þar til hann nær 67 ára aldri.
Starfslokasamningur sem Áslaug Arna og Haraldur undirrituðu 28. nóvember hljóðar upp á að hann fái launagreiðslur í sem nemur 27 mánuðum eftir starfslok sem ríkislögreglustjóri. Á tímabilinu fær Haraldur rúmar 47 milljónir króna og er honum einungis skylt að hafa fasta viðveru í þrjá af þessum 27 mánuðum. Við það bætast tæplega 10 milljónir króna í launatengd gjöld.
Áhöld eru um hvort heimilt sé að gera slíka starfslokasamninga. Árið 2007 tók umboðsmaður Alþingis að eigin frumkvæði til athugunar heimildir forstöðumanna til að gera starfslokasamninga við starfsmenn sína. „Umboðsmaður taldi einnig óljóst hvort allir ríkisstarfsmenn ættu kost á starfslokasamningi eða hvort slíkir samningar stæðu einungis fáum til boða,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfslok ríkisstarfsmanna frá árinu 2011. „Í svari fjármálaráðuneytis kom fram að ekki …
Athugasemdir