Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Menn í vinnu fóru í mál við sér­fræð­ing ASÍ í vinnu­staða­eft­ir­liti vegna um­mæla sem hún lét falla í frétt­um Stöðv­ar 2. Tvenn um­mæli voru dæmd dauð og ómerk, en um­mæli um nauð­ung­ar­vinnu og þræla­hald fyr­ir­tæk­is­ins voru tal­in í lagi. Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, ber fullt traust til starfs­manna vinnu­staða­eft­ir­lits sam­bands­ins.

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Dómur féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur um meiðyrðamál fyrirtækisins Menn í vinnu gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi Alþýðusambands Íslands í vinnustaðaeftirliti. Tilefni meiðyrðamálsins var ummæli sem féllu í fréttum Stöðvar 2 þann 7. febrúar síðastliðinn. Þrenn ummæli Maríu Lóu voru kærð; tvenn þeirra um greiðslur fyrirtækisins til starfsfólks síns voru dæmd dauð og ómerk.

Mátti kalla starfsemina þrælahaldMaría Lóa Friðjónsdóttir hefur lengi starfað við vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga, en áður en hún tók til starfa hjá ASÍ var hún verkefnastjóri vinnustaðareftirlits á Vesturlandi og Vestfjörðum. Forseti ASÍ hefur lýst fullu trausti á hana og störf hennar, þrátt fyrir dóm héraðsdóms.

Héraðsdómur taldi hins vegar að Maríu Lóu hafi verið frjálst að segja eftirfarandi ummæli: „Að mínu mati er þetta nauðungarvinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða.“

Starfsmaður nýtur fulls trausts

ASÍ sendi tilkynningu frá sér í dag um málið þar sem það sagði heildarniðurstöðu dómsins vera „umdeilanlega“, en fagnaði því að starfsmaður hefði mátt lýsa raunverulegum aðstæðum starfsfólks Menn í vinnu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, lýsir þar að auki yfir fullu trausti á Maríu Lóu og alls starfsfólks síns sem „enduróma veruleika“ fólks á vinnumarkaðinum.

„Félagar í ASÍ mega vera afskaplega stoltir af eftirlitsfólki hreyfingarinnar“

„Félagar í ASÍ mega vera afskaplega stoltir af eftirlitsfólki hreyfingarinnar sem sinna erfiðum störfum í baráttunni fyrir betri vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal í fréttatilkynningunni. „Starfsmenn í vinnustaðaeftirliti ASÍ hafa unnið þrekvirki við að gæta hagsmuna vinnandi fólks og nýtur órofa stuðnings og fulls trausts í sínum störfum. Alþýðusambandið leitar stöðugt leiða til að efla eftirlit enda er full ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af fólki af erlendum uppruna sem kemur í gegnum starfsmannaleigur á íslenskan vinnumarkað, nauðungarvinna og þrælahald verður aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði.“

Fyrirtækið Menn í vinnu rataði í fréttir í febrúar eftir að ASÍ kallaði saman fulltrúa Vinnueftirlitsins, Vinnumálastofnunar, Ríkisskattstjóra og lögreglu vegna aðstæðna launþega. Hópur af rúmenskum ríkisborgurum kom til landsins á vegum fyrirtækisins, en þeir sögðu að fyrirtæki hefði boðið þeim vinnu á fölskum forsendum þar sem vanþekking þeirra á íslenskum lögum hefði verið notuð gegn þeim til að borga þeim ólöglega lág laun og draga þar að auki leigu af þeim.

Menn í vinnu var tekið til gjaldþrotaskipta í september síðastliðnum. ASÍ hefur ekki ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað, en tekur fram í fréttatilkynningunni að til standi að „efla vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar enn frekar á næstu mánuðum“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár