Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jólabasar, jólatónleikar og hamfarahlýnun

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 6.-19. des­em­ber

Jólabasar, jólatónleikar og hamfarahlýnun

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Ljósabasar

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? Til 22. desembes
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hinn árlegi jólabasar Nýlistasafnsins er snúinn aftur, en á honum má finna listaverk eftir myndlistarmenn sem koma úr ýmsum áttum. Verkin eru öll til sölu, en gestum er frjálst að kíkja við, ef aðeins til að sjá nýjustu verk úr grasrótinni, svo og frá heimsfrægum listamönnum. Á sýningunni er til dæmis að finna nýtt verk málarans Þránds Þórarinssonar, Kókakólajólasveininn, sem sést hér að ofan; ljósmynd eftir Ragnar Kjartansson af honum sjálfum að mála sem heitir Listamannsfáviti heldur að hann hafi eitthvað að segja um heiminn; skúlptúra tileinkaða sjálfsást eftir Katrínu I. Jónsdóttur Hjördísardóttur og margt fleira.

Póst-dreifing tónleikar

Hvar? Hressingarskálinn
Hvenær? 6. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög

Póst-dreifing er ný og framsækin sjálfstæð tónlistarútgáfa með mikið af indí- og pönk-sveitum úr grasrótinni á sínu færi. Má þar nefna til dæmis bílskúrspönksveitina Korter í Flog, lagskiptu rokkarana í Stirni, rafmagnaða lo-fi dúettinn TCJM og kraftmiklu pönkarana í GRÓU, en allir stíga á svið á þessum tónleikum.

Eivør jólatónleikar

Hvar? Harpa
Hvenær? 6. & 8. desember kl. 20.30
Aðgangseyrir: 9.900 kr.

Hin mikilfenglega færeyska ný-folk tónlistarstjarna, Eivør, heldur jólatónleika á Íslandi þriðja árið í röð þar sem hún flytur meðal annars uppáhaldsjólalögin sín. Ísland hefur verið hennar annað heimili og hún hefur eignast marga aðdáendur hér með tignarlegri rödd sinni og sviðsframkomu. Hún kemur fram með hljómsveit og vel völdum gestum.

Jólabíó

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 6.–14. desember
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Bíó Paradís heldur áfram að sýna vel valdar jólamyndir í desember. Sjá má rómantíska jólasmellinn The Holiday 6. desember, aðra Harry Potter myndina þann 7., fjölskylduvænu grínmyndina National Lampoon's Christmas Vacation 13., og að lokum þriðju Harry Potter myndina 14. desember. Allar myndirnar eru sýndar kl. 20.00, en báðar Harry Potter myndirnar eru einnig sýndar kl. 15.00.

Umbra jólatónleikar

Hvar? Laugarneskirkja
Hvenær? 7. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Umbra hefur nú um árabil sérhæft sig í flutningi fornrar og nýrrar tónlistar og í þeirri list að vekja forn þjóðlög eða gleymda lagboða til lífsins. Hópurinn mun halda árlega jólatónleika sína, en á efnisskránni verða meðal annars sjaldheyrð jólalög frá miðöldum, bæði þá íslensk og erlend.

Ég hlakka svo til

Hvar? Ásmundarsalur
Hvenær? 7.–30. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ég hlakka svo til er sölusýning um 150 listamanna. Verið er að endurvekja gamla hefð en sölusýningar voru haldnar fyrir jólin í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar. Þá voru verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd samhliða verkum yngri og lítt þekktari listamanna. 

Jólatónleikar Hljómsveitarinnar Evu

Hvar? Iðnó
Hvenær? 8. desember kl. 18.00 & 21.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Tvíeykið sem stendur að baki Hljómsveitinni Evu heldur sérstaklega afslappaða og huggulega jólatónleika á öðrum í aðventu. Hljómsveitin segir að stemningin verði „ullarsokkar og einfaldleiki“ en auk þess að flytja ýmis vel kunn jólalög mun hljómsveitin einnig frumflytja nýtt og áður óheyrt jólalag úr eigin smíðum. 

Með líkamann að vopni

Hvar? Miðpunkt
Hvenær? Til 8. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari sýningu koma saman ólíkir listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með líkamann og nýta efnivið sinn á kóreografískan hátt. Listamenn sýningarinnar eiga sameiginlega sögu í danshefð og kóreografíu en eru nú að nýta þá aðferðafræði við sköpun á myndverkum sem tækla meðal annars pólitíska verund líkama.

The Vintage Caravan

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 13. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Þrímenningarnir í rokksveitinni The Vintage Caravan spila blúsrokk í anda Deep Purple og Led Zeppelin. Þrátt fyrir að enginn meðlimur TVC hafi verið fæddur þegar áðurnefndu sveitirnar hengdu upp hljóðfæri sín spila strákarnir tónlist sína af mikilli innlifun og skemmta sér konunglega við það. Sveitin spilar aftur á heimavelli eftir langan túr erlendis.

Sähkökitarakvartetti og Hafdís Bjarnadóttir

Hvar? Mengi
Hvenær? 13. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Sähkökitarakvartetti er finnsk-íslenskur rafgítarkvartett sem sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar á jaðri djass, nútímatónlistar og anarkískri rokktónlist. Markmið kvartettsins er að brjóta niður ímyndaða múra á milli mismunandi stíltegunda tón- og hljóðlistar. Með honum spilar gestagítarleikarinn Hafdís Bjarnadóttir.

Bráðnun jökla 1999/2019

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? Til 9. febrúar
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Árið 1999 tók Ólafur Elíasson myndir af nokkrum tugum jökla á Íslandi. Tuttugu árum síðar sneri hann aftur til að ljósmynda jöklana á nýjan leik. Á sýningunni sameinar ný ljósmyndaröð myndir frá 1999 og 2019 og sýnir fram á hamfarir loftslagshlýnunar.

Jólaflækjan

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Til 22. desember
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Þessi fjölskylduvæni einleikur skartar Bergi Þór Ingólfssyni í aðalhlutverki, en hann er einnig höfundur og leikstjóri sýningarinnar, sem var tilnefnd til Grímuverðlauna. Sýningin fjallar um Einar sem lokast uppi á háalofti heima hjá sér á aðfangadag og tilraunir hans til að halda daginn engu að síður hátíðlegan.

Lucky me?

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? Til 12. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listamennirnir þrír sem eru að baki þessari sýningu eiga það sameiginlegt að vera af filippeyskum uppruna og er þessi sýning tileinkuð nostalgískri túlkun á filippeyskri menningu. Titill sýningarinnar vísar í hinar vinsælu skyndinúðlur Lucky Me!, núðlur sem finnast á hverju filippeysku heimili.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár