Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherjamálið: „Þetta er sorglegt“

Einn helsti sér­fræð­ing­ur Sví­þjóð­ar í pen­inga­þvætti, Louise Brown, seg­ir að mis­notk­un­in á DNB-bank­an­um í Sam­herja­mál­inu sé al­var­leg og sorg­leg. Hún seg­ir að DNB hefði átt að bregð­ast við miklu fyrr gegn skatta­skjóls­fé­lag­inu Cape Cod FS sem Sam­herji not­aði til að greiða út laun sjó­manna sinna í Namib­íu.

Samherjamálið: „Þetta er sorglegt“
„Mögulega glæpsamlegt“ Louise Brown segir að það sé hryggilegt að DNB bankinn hafi ekki brugðist við fyrr og leyft Samherja að flytja peninga sem til urðu með „mögulega glæpsamlegum“ hætti í gegnum bankann. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja í leyfi, sést hér í Hafnarfjarðarhöfn með þremur af Namibíumönnunum sem tóku við mútunum í Samherjamálinu auk tveggja Angólamanna sem tengdust þáverandi sjávarútvegsráðherra landsins.

„Það er sérstakt að þetta [viðskiptasambandið í gegnum Cape Cod FS] hafi getað haldið áfram svo lengi þrátt fyrir aukna áhættu af því. Ólögleg viðskipti með kvóta í gegnum spillingu hafa áhrif á stöðu fiskistofnanna í landinu sem og möguleikann til efnahagslegrarar framþróunar. […] Þetta er sorglegt,“ segir einn þekktasti sérfræðingur Svíþjóðar í peningaþvætti, Louise Brown, í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv í dag aðspurð um Samherjamálið í Namibíu sem fjallað hefur verið um í Stundinni, Kveik, Al Jazeera og norska ríkisútvarpinu á grundvelli gagna frá Wikileaks. 

Louise Brown, sem er endurskoðandi að mennt,  hefur meðal annars unnið náið með starfsmönnum sænska fréttaskýringarþáttarins Uppdrag Granskning að fréttaumfjöllunum um peningaþvætti í Svíþjóð, meðal annars í sænska bankanum SEB sem sagt var frá í vikunni. 

„Það virðist vera sem bankarnir á Norðurlöndunum séu of barnalegir“ 

„Mögulega glæpsamlegt“ 

Eins og komið hefur fram notaði Samherji bankareikninga í DNB bankanum í Noregi, banka sem er að 1/3 leyti í eigu norska ríkisins, til að flytja milljarða króna í félagið Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum á árunum 2011 til 2018 auk þess sem félagið greiddi mútur til spilltra namibískra embættismanna inn á bankareikninga í Dubaí og Namibíu í gegnum DNB. 

Skattskjólsfélaginu á Marshall-eyjum var slitið í byrjun þessa mánaðar, eftir að Kveikur og Al Jazeera höfðu ítrekað krafið Samherja svara um mútumálið í Namibíu fyrir hönd þeirra fjölmiðla sem unnu umfjallanir um málið. 

Louise Brown segir að almennt séð séu bankar á Norðurlöndunum of bláeygir þegar kemur að því að vinna gegn peningaþvætti. „Í DNB er vandamálið einnig það að traustir bankar með gott orðspor, og sem staðsettir eru í mörkuðum sem eru með þeim opnustu í heimi, eru notaðir til að gera eitthvað sem mögulega er glæpsamlegt. Fáir halda sjálfsagt að þetta geti gerst í þessum heimshluta og þess vegna er gott að fela slíkar gjörðir í þessum bönkum […] Það virðist vera sem bankarnir á Norðurlöndunum séu of barnalegir í vinnu sinni við  að sporna gegn peningaþvætti og það eiga sér ekki stað nægilega miklar rannsóknir innan þeirra og eftirlitskerfin innan bankanna eru ekki nægilega góð,“ segir Brown í viðtalinu við Dagens Næringsliv.

Alvarlegt málLouise Brown, sérfræðingur í peningaþvætti sem var stjórnarmaður í Transparency International í Svíþjóð þar til í fyrra, segir að misnotkunin á DNB-bankanum sé alvarleg.

Horfði í gegnum fingur sér

Eitt af því sem Louise Brown bendir á að sér alvarlegt er að DNB bankinn hafi valið að horfa í gegnum fingur sér gagnvart Cape Cod FS þrátt fyrir að bankinn hafi lengi vitað að félagið væri varasamt sökum þess að eigendaupplýsingar um það skorti.

Líkt og greint hefur verið frá gerði bankinn athugun á því hver væri eigandi Cape Cod FS sumarið 2017, fékk enga skýra niðurstöðu, en ákvað samt að gera ekkert í viðskiptasambandinu þrátt fyrir að eignarhaldið væri óþekkt. „Það er alvarlegt sökum þess að í gögnunum sjáum við dæmigerð „rauð flögg“ með óvanalega augljósa tengingu við peninga sem byggja á spilltum viðskiptum en bankinn valdi samt að gera ekki neitt,“ segir hún í viðtalinu.  

Eins og Stundin greindi frá í gær vill upplýsingafulltrúi DNB, Even Westerveld, ekki svara því af hverju bankinn gerði ekki neitt í viðskiptasambandi sínu við Cape Cod FS um sumarið 2017 jafnvel þó niðurstaða bankans væri sú að hann vissi ekki hver ætti félagið. 

Í grein Dagens Næringsliv er haft eftir Even Westerveld að DNB bankinn hafi lagt mikið á sig á síðustu árum til að bæta eftirlitskerfi sitt í baráttunni við peningaþvætti en að aldrei sé hægt að útiloka alla misnotkun á bankanum. „Á síðustu árum höfum við fjárfest mikið í því að gera það erfiðara að misnota þjónustu bankans til að fremja efnahagsbrot. Vid höfum komið í veg fyrir alls konar svik upp á hundruð milljóna norskra króna og við höfum tilkynnt um þúsundir grunsamlegra millifærslna til lögreglunnar,“ segir Westerveld. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Reikningar frá Klíníkinni í skoðun hjá Sjúkratryggingum
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Reikn­ing­ar frá Klíník­inni í skoð­un hjá Sjúkra­trygg­ing­um

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa opn­að mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni vegna meintra of hárra reikn­inga til rík­is­ins fyr­ir þjón­ustu við við­skipta­vini. Eitt mál­ið snýst um tugi millj­óna króna. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svör­uðu ekki spurn­ing­um þrátt fyr­ir tæp­lega tveggja vikna frest.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
9
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
1
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
4
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
María Rut Kristinsdóttir
10
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu