Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Stjórn­völd bera ábyrgð á upp­sögn­um 14 starfs­manna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að mati starfs­manna, sem segj­ast hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af fram­tíð stofn­un­ar­inn­ar.

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar
Fiskur 14 manns var sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun, en þremur boðið starf á ný. Mynd: Shutterstock

Uppsagnir 14 starfsmanna Hafrannsóknastofnunar voru harkalegar og verðmæt sérfræðiþekking hverfur frá stofnuninni. Þetta segir í tilkynningu sem Sigurður Þór Jónsson fiskifræðingur sendi fjölmiðlum í nafni starfsfólks.

„Þann 21. nóvember 2019 var 14 starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar sagt upp og þar af þremur boðið nýtt starf sem þeir höfnuðu,“ segir í ályktun starfsmanna stofnunarinnar sem samþykkt var á fundi þeirra í dag. „Aðgerðirnar voru fyrirvaralausar, harkalegar og án fullnægjandi skýringa. Ljóst er að verðmæt sérfræðiþekking hverfur frá stofnuninni og mikil eftirsjá er að því starfsfólki sem sagt var upp.“

Í ályktuninni segir að stjórnvöld beri ábyrgð á alvarlegri stöðu stofnunarinnar og að starfsmenni hafi verulegar áhyggjur af framtíð hennar. „Að sögn Sigurðar Guðjónssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunar voru aðgerðirnar framkvæmdar í samráði við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og eiga ekki að hafa áhrif á kjarnastarfsemi  stofnunarinnar og öllum helstu verkefnum haldið áfram,“ segir í ályktuninni. „Að mati starfsmanna munu aðgerðirnar þvert á móti hafa neikvæð áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár