Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Carol­ine Chér­on vill per­sónu­legri og litagl­að­ari heim­ili á Ís­landi.

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Franski innanhússstílistinn Caroline Chéron flutti til Íslands fyrir tveimur árum ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Fjölskyldan heillaðist af Íslandi þegar þau voru stödd hér á landi í sumarfríi og ákváðu að hér vildu þau setjast að. Caroline og Benoit, eiginmaður hennar, keyptu sér hús á Álftanesi og hún opnaði hönnunarfyrirtækið sitt, Bonjour Studio, á á Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur. Stúdíóið er einstaklega notalegt og fallegt rými þar sem gefur að líta úrval af þeim vörum sem Caroline flytur inn til landsins frá Frakklandi. „Þetta er sýningarrými og  verslun, fólk getur komið hingað og keypt sér sófa eða ljós, teppi, veggfóður eða aðra muni,“ útskýrir Caroline. „Svo getur fólk líka komið til mín til þess að fá ráðgjöf um hönnun. Sem innanhússstílisti tek ég að mér alls konar verkefni, bæði fyrir fyrirtæki og heimili, og ég leitast við að búa til nýtt andrúmsloft í rými með viðskiptavinum mínum. Fólk er yfirleitt uppfullt af hugmyndum en skortir sjálfstraust til að framkvæma þær og er hrætt við að gera mistök,“ segir hún. 

Veggfóður sem segir vá

Caroline býður upp á úrval af hágæða frönskum hönnunarvörum, þar á meðal Ligne Roset, sem eru frægir fyrir mjög sérstaka og litríka sófa og gullfalleg veggfóður frá Elitis. „Ég veit að Íslendingar eru ekki mikið að nota veggfóður en ég  hef mikla ástríðu fyrir fallegu veggfóðri. Mér finnst það alltaf bæta við þessum vá-áhrifum inn á heimili og geta jafnvel verið eins og listaverk. Ég er líka með óvenjuleg ljós, falleg teppi, borð, rúm og skápa.“

Spurð að því hvað henni finnist einkenna franskan stíl segir hún að franskur stíll sé sambland af alls konar mismunandi stílum og áhrifum, bæði gamaldags og nútímalegum. „Franskur stíll í hnotskurn er að fagna öllu nýju án þess að gleyma fortíðinni. Frönsk hús á Bretagne-skaganum eru til að mynda  allt öðruvísi en hús í Suður-Frakklandi. Við Frakkar lítum á innanhússstíl sem eitthvað persónubundið og sérstakt sem passar við persónuleika okkar og umhverfið. Franskur stíll er alltaf einhver blanda af litum, af því við hræðumst ekki liti, og við teflum saman ólíkum efnum, við og marmara til dæmis eða flaueli, hör og silki. Við leggjum áherslu á hlýlegt andrúmsloft.

Mér finnst stundum íslenski stíllinn ekki nógu skapandi, maður verður að hafa gaman af því að skreyta heimili sín.“

Heimili eru bómullarhjúpur

Hún segir að það hafi komið á óvart hvað Íslendingum er tamt að velja sömu hluti og aðrir gera inn á heimilin sín. 

„Ég veit að Ísland er lítil eyja og fámenn og að allir þekkja alla og fólk hefur áhyggjur af því hvað öðrum finnst. En mig langar svo að sannfæra fólk hér um að það sé mjög eðlilegt að eiga ekki heimili sem lítur nákvæmlega eins út og heimili annarra. Við erum eins misjöfn og við erum mörg. Við elskum suma liti og hötum aðra. Heimili okkar eiga að vera einstök og persónuleg. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað það eru mörg grá og svarthvít heimili á Íslandi. Mér finnst að fólk eigi að þora að velja það sem það elskar að sjá í kringum sig. Heimili okkar er athvarf, bómullarhjúpur sem við eigum að vilja kasta okkur inn í og líða vel!“ 

Grænn er hinn nýi svarti 

Caroline segir hins vegar að hún hafi ekkert á móti svörtu og hvítu. „Auðvitað nota ég alltaf svart og hvítt, þessir litir eru mjög fágaðir, ég elska svört húsgögn og svört ljós, og hvít geta verið mjög glæsileg. En ég er sérfræðingur í litum, þó að ég noti alltaf svart og hvítt með öðrum litum. Það er líka alltaf litur í hvítum og gráum tónum, til dæmis er tvö prósent gulur í hvítum eða gráum til að skapa hlýju, en tvö prósent rautt til að skapa nútímalegt og líflegt rými. Ég elska líka dökka liti, mjög dökkbláan og mjög  dökkgrænan til dæmis, liti sem eru næstum því svartir.“

Spurð um hvaða litir séu í tísku úti í hinum stóra heimi í vetur segist hún ekki vilja fylgja tískustraumum í litavali. „Ef þú elskar appelsínugulan og hann er ekki í tísku, þá skiptir það mig engu máli. Ég vil bara að þú sért ánægð heima hjá þér. En ég gæti samt sagt þér að grænn er mjög mikið í tísku. Grænn er hinn nýi svarti virðist vera. Það sem er líka að koma mikið aftur eru drappaðir litir, brúnn, allir þessir náttúrulegu litir.“

BarnaherbergiCaroline mælir með því að nota liti inni í barnaherbergjum, því litagleði endurspeglar orku barna.
Hlýir tónarÍ þessu rými eru mildir og hlýir litir, sem henta líka vel fyrir barnaherbergi.
Fyrir unglinginnCaroline segir mikilvægt að fólk sé óhrætt við að leyfa rýminu að endurspegla karakter eigandans.
Persónulegur stíllGræni liturinn er mikið í tísku núna, en Caroline leggur áherslu á að rýmið sé persónulegt í stað þess að tískustraumum sé fylgt í blindni.
EldhúsiðÁberandi veggfóður gleðja augað og gera hvert rými einstakt.
Óhefðbundinn stíllCaroline leggur áherslu á að velja húsgögn og muni sem eru ekki alls staðar, heldur falla að smekk eigandans og henta honum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár