Heimilið er að koma aftur í tísku
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.
Ekkert keypt nýtt úr búð
Innlit

Ekk­ert keypt nýtt úr búð

Ís­lenska gisti­heim­il­ið Kex Hostel í Reykja­vík hef­ur not­ið gíf­ur­legra vin­sælda allt frá opn­un ár­ið 2011. Í þess­um mán­uði opn­aði nýtt Kex Hostel dyr sín­ar í borg­inni Port­land í Or­egon á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Hönn­uð­ur­inn á bak við það er Hálf­dán Peder­sen sem einnig hann­aði ís­lenska Kex, en hann leit­ast við að nota nær ein­göngu end­ur­nýtt og end­urunn­in efni.
Heldur í gamla sjarmann
Innlit

Held­ur í gamla sjarmann

Dúsa Ólafs­dótt­ir fata­hönn­uð­ur er ann­ar eig­andi versl­un­ar­inn­ar Stef­áns­búð / P3 sem ný­ver­ið flutti á Lauga­veg 7. Hún býr í ynd­is­legri íbúð í Þing­holt­un­um, sem hún lýs­ir eins og litlu þorpi sem hún vill alls ekki flytja frá. „Ég hef bú­ið lengi í þessu hverfi sem er svo gam­alt, gró­ið og skemmti­legt. Ég geng í og úr vinnu og hef allt sem ég þarf í göngu­færi sem er dá­sam­legt. Það besta við heim­il­ið eru glugg­arn­ir en suð­ur­hlið húss­ins er ekk­ert nema glugg­ar, garð­ur­inn er líka risa­stór og fal­leg­ur svo fyr­ir ut­an glugg­ana eru stór og stæði­leg tré.“
Heimilið er vinnustaður fjölskyldunnar
Innlit

Heim­il­ið er vinnu­stað­ur fjöl­skyld­unn­ar

Lýð­ræði og sköp­un­ar­gleði ræð­ur ríkj­um í iðn­að­ar­hús­næði vest­ar­lega á Kárs­nes­inu, sem sex manna fjöl­skylda hef­ur gert að heim­ili sínu. Ról­an, borð­tenn­is­borð­ið og lista­verk barna upp um alla veggi bera þess merki að systkin­in fjög­ur sem þarna búa hafa sama rétt og for­eldr­ar þeirra til að ákveða hvernig sam­eig­in­leg rými fjöl­skyld­unn­ar eigi að vera.
Hamingjan felst ekki í sófa
Innlit

Ham­ingj­an felst ekki í sófa

Í smekk­legu endarað­húsi á Álfta­nes­inu býr Jóna Val­borg Árna­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Rannís og rit­höf­und­ur, ásamt manni sín­um, Vil­hjálmi Bergs, og börn­um þeirra þrem­ur, Garpi, Vikt­ori og Veru. Það er aug­ljóst um leið og inn er kom­ið að þarf­ir barn­anna eru í fyr­ir­rúmi við inn­rétt­ing­ar og fyr­ir­komu­lag, enda seg­ir Jóna Val­borg að það hafi ver­ið for­gangs­at­riði við val á hús­næði að þar færi vel um börn­in.
Ævintýraheimur í Laugardalnum
Innlit

Æv­in­týra­heim­ur í Laug­ar­daln­um

Allie Doersch ólst upp í Col­orado og gekk í lista­há­skóla í Flórída þar sem hún lærði myndskreyt­ing­ar og kynnt­ist eig­in­manni sín­um, Guð­jóni Erni Lárus­syni. Nú hef­ur hún bú­ið á Ís­landi í tvö ár, vinn­ur sem teikn­ari hjá Öss­uri, syng­ur með pönk­hljóm­sveit­inni Tófu og var að klára myndskreyt­ing­ar við barna­bók. Hún seg­ir myrkr­ið og hvítu vegg­ina á Ís­landi hafa ver­ið þrúg­andi í fyrstu en það hef­ur hún leyst með því að skapa lit­rík­an æv­in­týra­heim í tveggja her­bergja íbúð í Laug­ar­daln­um.

Mest lesið undanfarið ár