Mikið er um að vera á Framnesveginum þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Búið er að breiða plast yfir húsgögn í stofunni og taka myndir og listaverk niður af veggjum. Ung kona í hvítum vinnugalla setur málningarlímband á gólflista á meðan samstarfsmaður hennar sparslar veggi. Það er verið að mála allt húsið.
Við fáum okkur sæti inni í eldhúsi þar sem Steinunn býður upp á nýlagað kaffi og fersk bláber. Á eldhúsborðinu standa gullfallegar og nýskornar, fölbleikar rósir. Við byrjum á því að tala aðeins um húsið, en það var byggt árið 1902 og hefur verið í eigu fjölskyldunnar í rúm fjörtíu ár. Töluvert hefur verið unnið að endurbótum í gegnum árin. „Við byggðum til dæmis við húsið árið sem eldri sonur okkar fæddist,
Athugasemdir