Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Maðurinn margbreytilegur í einsleitni sinni

Við kíkt­um í kaffi til Stein­unn­ar Þór­ar­ins­dótt­ur mynd­list­ar­konu á Fram­nes­veg­inn, á vinnu­stofu henn­ar á Sól­vall­ar­göt­unni og á nýj­ustu sýn­ingu henn­ar, Mósaík, í list­hús­inu Tveir hrafn­ar.

Mikið er um að vera á Framnesveginum þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Búið er að breiða plast yfir húsgögn í stofunni og taka myndir og listaverk niður af veggjum. Ung kona í hvítum vinnugalla setur málningarlímband á gólflista á meðan samstarfsmaður hennar sparslar veggi. Það er verið að mála allt húsið. 

Við fáum okkur sæti inni í eldhúsi þar sem Steinunn býður upp á nýlagað kaffi og fersk bláber. Á eldhúsborðinu standa gullfallegar og nýskornar, fölbleikar rósir. Við byrjum á því að tala aðeins um húsið, en það var byggt árið 1902 og hefur verið í eigu fjölskyldunnar í rúm fjörtíu ár. Töluvert hefur verið unnið að endurbótum í gegnum árin. „Við byggðum til dæmis við húsið árið sem eldri sonur okkar fæddist, 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár