Þegar bankað er upp á að Kársnesbraut kemur Lóa til dyranna. Síðhærð og háfætt þefar hún af gestum áður en hún hleypir þeim inn. Hún fer fremst í flokki fjögurra gæludýra sem deila þessu heimili með hjónunum Kristínu og Tristan og börnum þeirra, Lilju, Duncan, Belindu og Harriet.
Þetta heimili er veisla fyrir forvitna, enda eitthvað óvænt og óvenjulegt að sjá í hverjum krók og hverjum kima, hluti sem finnast á fáum öðrum heimilum. Meira að segja leirtauið er einstakt, mótað í höndum heimilisföðurins eða barnanna, enda öll afkomendur þekkts leirkerasmiðs. Stíllinn sem einkennir heimilið er ekki fenginn úr lífsstílstímariti heldur afrakstur samningaviðræðna og samvinnu alls heimilisfólksins. Sameiginlega rými fjölskyldunnar er nokkuð stórt, þó tæplega megi …
Athugasemdir