Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Heimilið er vinnustaður fjölskyldunnar

Lýð­ræði og sköp­un­ar­gleði ræð­ur ríkj­um í iðn­að­ar­hús­næði vest­ar­lega á Kárs­nes­inu, sem sex manna fjöl­skylda hef­ur gert að heim­ili sínu. Ról­an, borð­tenn­is­borð­ið og lista­verk barna upp um alla veggi bera þess merki að systkin­in fjög­ur sem þarna búa hafa sama rétt og for­eldr­ar þeirra til að ákveða hvernig sam­eig­in­leg rými fjöl­skyld­unn­ar eigi að vera.

Þegar bankað er upp á að Kársnesbraut kemur Lóa til dyranna. Síðhærð og háfætt þefar hún af gestum áður en hún hleypir þeim inn. Hún fer fremst í flokki fjögurra gæludýra sem deila þessu heimili með hjónunum Kristínu og Tristan og börnum þeirra, Lilju, Duncan, Belindu og Harriet.

Hlustar á börnin
Hlustar á börnin Kristín vill að börnin hennar hafi mikil áhrif á heimilið allt en ekki bara sitt eigið herbergi. Þannig læri þau að þau geti haft áhrif á eigið líf.

Þetta heimili er veisla fyrir forvitna, enda eitthvað óvænt og óvenjulegt að sjá í hverjum krók og hverjum kima, hluti sem finnast á fáum öðrum heimilum. Meira að segja leirtauið er einstakt, mótað í höndum heimilisföðurins eða barnanna, enda öll afkomendur þekkts leirkerasmiðs.  Stíllinn sem einkennir heimilið er ekki fenginn úr lífsstílstímariti heldur afrakstur samningaviðræðna og samvinnu alls heimilisfólksins. Sameiginlega rými fjölskyldunnar er nokkuð stórt, þó tæplega megi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár