Að koma inn í kjallaraíbúð hjónanna Allie Doersch og Guðjóns Arnar Lárussonar í Laugardalnum er eins og að ganga inn í ævintýraheim. Þótt íbúðin sé lítil er hver krókur og kimi nýttur undir óvenjulegt skraut og litríkar myndir sem að sögn Allie var hennar leið til að vinna gegn myrkrinu og þeim sið Íslendinga að hafa alla veggi hvíta. Auk þess sem hún fullyrðir að hver einasti hlutur hafi tilfinningalegt gildi fyrir sig. „Allt hérna inni endurspeglar líf mitt,“ segir hún. „Sumum finnst þetta flott en aðrir kunna ekki að meta það,“ bætir hún við og hlær.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Ævintýraheimur í Laugardalnum
Allie Doersch ólst upp í Colorado og gekk í listaháskóla í Flórída þar sem hún lærði myndskreytingar og kynntist eiginmanni sínum, Guðjóni Erni Lárussyni. Nú hefur hún búið á Íslandi í tvö ár, vinnur sem teiknari hjá Össuri, syngur með pönkhljómsveitinni Tófu og var að klára myndskreytingar við barnabók. Hún segir myrkrið og hvítu veggina á Íslandi hafa verið þrúgandi í fyrstu en það hefur hún leyst með því að skapa litríkan ævintýraheim í tveggja herbergja íbúð í Laugardalnum.
Athugasemdir