Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Heimilið er ekki bara hús

Guð­rún Eva Mín­ervu­dótt­ir birt­ir brot úr nýrri skáld­sögu sinni um leið og hún seg­ir frá heim­ili sínu og því sem skipt­ir hana mestu máli. Hún er hepp­in, seg­ir hún, því hún á heim­ili og ósk­ar öll­um þess að mega búa við ör­yggi og frið. Vera Páls­dótt­ir ljós­mynd­ari sótti hana heim.

„Þá varð mér litið út um gluggann, á naktar greinar sem bar við hvítan himin, og ákvað að ákvörðunin um að flytja hingað hefði verið rétt, eða í versta falli ekki röng. Þak yfir höfuðið. Dapurleg fegurð. Friður. Húsið var lítið en hátt til lofts í stærsta rýminu sem gegndi hlutverki eldhúss, stofu og borðstofu. Til að spara pláss og fé höfðum við keypt skáphurðir úr Ikea í stað venjulegra hurða en þær voru rennihurðir og úr gleri og gáfu heimilinu japanskan blæ – þótt það væri að öðru leyti sundurgerðarlegt; gólfið flotað, húsgögnin tilviljanakenndur samtíningur, pottaplöntur lifðu af dragsúg og skort á sólarljósi. Hátalarar, magnarar, gamlar myndavélar og önnur tæki voru áberandi – líkt og við byggjum í stúdíói. Við höfðum fengið okkur kamínu vegna þess að þegar vindur blés að norðan næddi kuldinn inn í húsið og í vetur sem leið sátum við stundum á púðum við eldinn. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár